Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 49
eimreiðin ÓLAFUR 1 HVALLÁTRUM 201 var Halldóra Mála-Snæbjarnardóttir Pálssonar. Forfeður Eyjólfs Eyjajarls Einarssonar höfðu lengi búið í Hvallátrum, og voru þeir komnir í beinan legg frá Birni ríka, riddara á Skarði, borleifssyni. Af því, sem nú er sagt, má ráða það, að Ölafur Bergsveins- son í Hvallátrum átti til mikilhæfra manna að telja í allar ættir. Má að vísu þann veg rekja um flesta núlifandi Islendinga, ef leitað er til framætta. En hitt skipti meiru máli, að því er til Ólafs tók, að hann var í ríkum mæli gæddur þeim hæfileikum og kostum, sem í öndverðu hófu þessar ættir, mótuðu svip þeirra og héldu við hróðri þeirra. Mér fannst jafnan, er ég sá Ölaf, að hann bæri með sér ættarmót stórbrotinna forfeðra sinna, skapríki þeirra og ákaflyndi, harðgerðan dug og úrræða- semi, samofin stórmannlegri rausn og nærfærinni, jafnvel við- kvæmri góðvild og hjálpfýsi. Fékk það hvergi dulizt, að Ólafur var enginn meðalmaður í tiltekjum sínum og þurfti enda mjög a þreki sinu að halda um það, er ævi hans var öll. Þegar foreldrar Ólafs fluttust í Bjarneyjar og hófu þar bú- skap 1869, varð hann eftir í Sviðnum hjá afa sínum og ömmu, Ólafi Teitssyni og Björgu Eyjólfsdóttur, og ólst síðan upp með þeim. Naut hann þar ástríkis og hollra hátta í uppeldi. Voru þessi ummæli höfð eftir Ólafi afa hans, sem var maður glögg- skyggn og hugall: „Það verður að láta drenginn hafa nóg að borða, nóg að sofa — og nóg að vinna. Þá verður kannske ein- hvern tíma maður úr honum.“ Sviðnaheimilið var góðfrægt viða um sveitir fyrir atorku og myndarbrag, og þótti mönnum sem lítt hallaði á í þeim efnum milli hjónanna, enda voru þau mjög samhent. Framfarastiftun Flateyjar, sem var merkilegur félags- skapur á sinni tíð, veitti Ólafi Teitssyni verðlaun, og er þeim orðum farið um, að það sé fyrir „snotra búskaparháttu og um- bætur ábýlisins“. Bera Sviðnur merki Ólafs Teitssonar fram á þenna dag. Ekki er að efa, að Sviðnaheimilið hefur borið mjög af flest- um bændabýlum þar nærlendis á uppvaxtarárum Ólafs um smekkvísi alla og hirðusemi og þó engu síður dug og hagsýni. Er ljóst, að Ólafur í Hvallátrum hefur búið að dvöl sinni þar mvilangt, og var þar sjálfsagt hvorttveggja, erfðum og uppeldis- áhrifum til að dreifa. Ólafur bóndi, afi hans, var að sögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.