Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 87

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 87
EIMREIÐIN RITSJÁ 239 Ég er nú aðeins kominn aftur á Ms. 60 í þessu riti, en einmitt á þess- um fyrstu 60 síðum eru hugleiðingar °g skýringar höf. um eðli og uppruna myndhverfra orðtaka, sem rit þetta er einskorðað við. Þessu efni er skipt 1 þrjá kafla, en í 4. kafla eru tökuorð, sem allmörg eru i málinu, og skýrir höf. 65 þeirra. Siðan eru ísl. orðtök flokkuð, og loks kemur orðtaka-skrá, sem er meginhluti bókarinnar eða meira en % hlutar. I skrá þessari er hvert orðtak fyrir sig skýrt líkt og i orðabókum. Ég gat um i upphafi máls míns, að höf. hefði valið sér of stórt efni til þess að rita um það doktorsritgerð, þar sem gera verður þær kröfur, að efnið sé krufið til mergjar og engu sé sleppt, er mikilsvert sé, vitnað sé í öll þau rit og ritgerðir, er snerta viðfangsefnið og yfirleitt sé reynt að t»ma viðfangsefnið. Það er langt frá bvi, að þetta hafi tekizt, enda hefði bað verið ofvaxið hverjum manni, nema um margra ára rannsókn hefði verið að ræða. Þótt ég hafi gert all- niargar athugasemdir við rit betta, get ég sagt um sumar þeirra, að þær séu ekki vafalausar, en benda hef ég viljað á fleiri möguleika til skýringar. Hins er mér skylt og ljúft að geta, að ég tel rit þetta mikinn feng fyrir islenzk fræði. Hér er i fyrsta sinni i samfelldu máli reynt að skýra og skil- greina mjög merkilegt efni, sem rekja niá aftur í germanska forneskju, en hefur þróazt og fengið sinn sérstaka svip í íslenzku umhverfi og við ís- lenzkar aðstæður. Vér gætum hugsað oss, að vér ættum samanburðarorða- bók, þar sem skrásett væru til dæmis 1000 orðtök í hverju hinna ger- ntönsku mála. Samanburður þeirra nivndi þá greinilega sýna, hver væru sérkenni islenzkra orðtaka í saman- burði við til dæmis orðtök Dana, Svia, Norðmanna, Þjóðverja og Breta. Vér gætum ennfremur hugsað oss svipað- an samanburð við orðtök annarra indógermanskra þjóða og vér gætum hugsað oss slikan samanburð við orð- tök t. d. Kínverja, Araba, Tyrkja, Grænlendinga eða annarra þjóða. Einangrunarstefna hefur einnig ríkt á sviði málvísinda fram til siðustu tima að því leyti, að fæstir málfræð- ingar hafa farið út fyrir sitt eigið svið, indógermanskir málfræðingar haldið sér innan takmarka indóger- manskra mála, semitískir málfræð- ingar innan takmarka semitískra mála o. s. frv., en á þessu mun breyting verða, er timar líða, og málfræðin sem vísindagrein hefur tekið meiri framförum og komizt á hærra stig. Alexander Jóhannesson. Björn J. Blöndal: VINAFUNDIR. Rvík 1953 (Hlaðbúð). Rabb um fugla og fleiri dýr nefnir höfundur þessa bók. Hann kveðst í æsku hafa borið þá von í brjósti, að verða náttúrufræðingur. „Lærður" náttúrufræðingur hefur hann víst ekki orðið, en náttúrufræðingur er hann samt og það af beztu tegund. Hann hefur alla ævi athugað hina lifandi náttúru grandgæfilega af miklum kærleika og kostgæfni — og orðið margs vís. Bókin er um þessar athuganir, eftirtektarverð bók og margt á henni að græða fyrir unga og gamla. Björn Blöndal er prýðilega vel rit- fær maður, eins og allir þeir vita, er lásu fyrri bók hans, — sem að vísu tekur þessari fram að mörgu leyti. Hann ber rikan kærleika í brjósti til alls lífs og hefur næman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.