Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 38
190
SLAGHARPAN
eimreiðin
sinn ætlaðir að láta leika. Lögin voru um tuttugu, er gefin
voru út eftir þig, en höfðu aldrei verið leikin.“
,,Ég hef fleygt þeim í ruslakistuna."
„Svo þú hefur gert það? En manstu ekki, hvað þér var
hrósað fyrir þau? Manstu ekki, hvað menn höfðu mikla
trú á þér. Og samt hefurðu fleygt öllu frá þér?“
,,Já, vinur minn. Ég leik aðeins lög, en sem ekki.“
,,En hvers vegna, Serval, hvers vegna gerirðu það?“
„Það er löng saga að segja frá því og ekki sérlega skemmti-
leg. Ég vildi því heldur, að þú segðir mér fyrst, hvað drifið
hefur á daga þína.“
fvar bar okkur kaffið inn í setustofuna við hliðina á borð-
salnum. Flao leiddi mig þangað inn. Hann var alltaf vanur
að leiða mig. Stór slagharpa stóð fyrir gafli herbergisins, en
veggir þess voru klæddir þungum hvítum silkitjöldum. Þau
mynduðu áhrifaríkan bakgrunn við slaghörpuna, sem blasti
við í allri sinni nekt undir ljósflóði loftlampanna. I þessari
miklu birtu bar svarta slaghörpuna einkennilega áberandi
við skínandi hvít silkitjöldin að baki.
„Þetta er mjög fallegt, Flao.“
„Finnst þér það? Ég er aldrei neitt sérlega hrifinn af
slaghörpunni þarna. f þessu litaumhverfi hefur hún alltaf
verkað dapurlega á mig, já, nánast eins og líkkista, svona
þér að segja.“
Ég varð hissa, en sagði ekkert. Hann bauð mér koníak,
en ég neitaði. Fiðlan er strangur tyftunarmeistari. Allt, sem
mig vanhagaði um, var að fá að vita, hvað hafði komið
fyrir Flao, frá því að við skildum og þar til við hittumst
hér aftur á svo furðulegan hátt — í hans eigin húsi — og
konu hans.
Þetta sagði ég honum, og hann bætti við hlæjandi: „Já,
og í húsi sonar míns! Við erum sem sé þrjú núna. Já, Serval,
þetta er furðulegt. Þú manst, hve mér hnykkti við, þegar
þykkskinnungurinn þarna á spítalanum, læknirinn, eða hvað
maður á að kalla hann, gaf mér sjúkdómslýsinguna á sjálf-
um mér og sagði: „Jæja, góðurinn, svona er nú það, þú ert
nú búinn að vera í þeim efnum, drengur minn. En það eru
nógir aðrir til, sem geta getið börn!“