Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 56

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 56
208 ÓLAFUR í HVALLÁTRUM eimreibiN aldrei séð fugl spakari að manni. Gekk Ólafur um á meðal þeirra, gældi við þær og masaði og þekkti fjölda af þeim frá ári til árs. Var honum jafn annt um þær og húsdýr sín, enda máttu þær vel teljast til húsdýranna og gáfu Ólafi góðan arð. Ólafur var maður stórbrotinn um alla rausn, búhöldur mikill og glöggur og dugandi til alls fjárafla, en greiðvikni hans og örlæti virtust ekki eiga sér nein takmörk. Svo var, sem honum væri ekkert það óviðkomandi, þar sem hann gat orðið að liði- Vor eitt var mjög hart upp til dala, og frétti Ólafur, að fátækur barnamaður, er þar bjó upp af fjarðarbotni einum, væri orðinn allsnauður af heyjum. Hratt hann þá fram bát sínum, bar á nokkuð af heyi og mat og færði bónda. Skoðaði hann siðan heybirgðir bónda og bauð að því loknu að taka af honum kú af heyjunum og fóðra, það er eftir væri vetrar, og lét sem þá myndi duga. Þáði bóndi það með þökkum. Síðar um vorið, er jörð var gróin, færði Ólafur honum kúna og lét fylgja tvo eða þrjá fjórðunga smjörs. Mér þótti sagan lýsa vel skapferli Ólafs og drenglund. Síðar um sumarið var það eitt sinn, að Ólafur sat í stofu hjá mér. Spurði ég hann þá í glensi, hvort það væri satt, að hann hefði látið smjörið fylgja kúnni og gat þess, að margur myndi hafa tekið málnytuna upp í fóðrunina. Ólafur svaraði: „Heldur þú, karl minn, að hann Guðmundur hafi heldur mátt missa þessa smjörklípu en ég?“ Mér þótti gaman að svarinu, og það var Ólafi líkt. Ólafur var þjóðhagasmiður og allra manna nýtnastur uffl efni, og kom þar til gleggni hans og hagsýni. Varð honum allt nýtilegt að einhverju, eins og títt er um þrifnaðarmenn. Nu er það eitt sinn, að Ólafur kemur úr kaupstað og hefur flutt heim mikla vöru, sem hans var jafnan vandi, því að betur kunni hann við að vera birgur að hlutunum. Þegar hann hefur ráð- stafað vörunni, sem honum likar, setur hann drengi sína til þess að slá sundur vörukassa, draga nagla úr fjölunum og flokka þær eftir lengdum og þykkt. Skyldi nota þetta allt síðar við smiðar. Nú ber Ólaf þar að nokkru síðar, og stendur þá svo a, að dreng hefur farizt verkið klaufalega og hefur klofið kassafjöl- Ólafi verður mikið um og segir, að ekki sé von til þess, að hann komist nokkuð áfram, þar sem allt sé eyðilagt og „fordjarfað í höndum sér, ef auga sé litið frá. Rétt í þeim sviftnn sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.