Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 20
4 EIMREIÐIN hljótt um gerðir nefndar þeirrar, sem Rithöfundafélag ís- lands kaus í nokkur ár til að úthluta fé til skálda og rithöf- unda. Þar blönduðust inn í stjórnmálaleg viðhorf, og varð af sundrung mikil og flokkadrættir. Loks væri synd að segja, að ríkt hefði ánægja með- skömmtun hinnar þingkjörnu nefndar, sem úthlutað hefur listamannalaunum síðustu 11 ár- in. Voru óánægjuraddir sérlega háværar og margar sumarið 1956. Hafa og aftur og aftur komið fram á Alþingi frunt- vörp til nýrrar skipanar þessara mála, en ekkert þeirra náð fram að ganga. í 3. hefti Eimreiðarinnar 1956 skrifaði Sig- urjón Jónsson rithöfundur langa ritgerð og skilmerkilega um listamannalaunin og bar fram rökstuddar tillögur. Annan október í haust skipaði Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra níu manna nefnd til þess að gera tillögur um skipan slíkra launa, og síðari hluta janúarmánaðar skilaði nefndin tillögum, sem hún stóð að sem einn maður. Ráð- lierrann mun hafa ákveðið að bera fram á Alþingi frumvarp til laga um listamannalaun, sem sé í allnánu samræmi við til- lögur nefndarinnar. Þar eð hin nýja skipan, sem gert er ráð fyr- ir, mun vekja mikla athygli meðal listamanna og allra þeirra, sem láta sig listir nokkru varða, fékk Eimreiðin leyfi mennta- málaráðherra til að birta tillögurnar, ásamt þeirri greinargerð og þeim skýringum, sem fylgdu frá nefndinni. Þess skal að lokum getið, að nefndin skrifaði ráðherra bréf með tillögunum, þar sem hún fór fram á, að ef Bandalag íslenzkra listamanna breytti þannig lögum sínum áður en meðferð málsins væri lokið á Alþingi, að þeim félögum, sem standa utan bandalagsins, gæfist kostur á þátttöku og áhrif- um, hlutaðist ráðherrann til um þá breytingu á tillögunum, að stjórn Bandalags íslenzkra listamanna yt'ði fjórði aðilinn að kosningu ráðs þess, sem kjósa skal listráð, og fulltrúaráð bandalagsins fengi aðild að kosningu úthlutunarnefndar, svo að menntamálaráð kysi þá aðeins einn fulltrúa í nefndina. Sarnvinna íslenzkra listamanna og samtök peirra. Undanfarinn áratug hefur Bandalag íslenzkra listamanna engan veginn svarað til nafns síns. Erá 1945 hafa rit-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.