Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 26
. MaSur við fætur f)ér eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson. 1. Hann var mjög lágvaxinn. Hann var alltaf vinnuklæddur, gekk álútur, skrefin löng og fótaburðurinn ákveðinn. Hann hlaut að vera mikill göngugarpur. Hann bar lítinn, grænan stokk á bakinu, liékk í bandi, sem bundið var yfir öxl og hinumegin í handarkrika. Þetta mundi vera bitastokkurinn hans. Maðurinn var háleitur, þó að hann gengi álútur, and- litið stórt og bjart, ennið hvelft, og af því að hann hafði húfuna alltaf aftur á hnakka, sáust upp af því mikil og mjall- hvít kollvik. Hann var ennisbjartur. Það var barnssvipur á niðurandlitinu, munnurinn viðkvæmnislegur eins og ókysstur meyjarmunnur, og við og við eins og titringur færi um var- irnar. Þó var þetta aldraður maður, en eiginlega alls ekki liægt að gera sér grein fvrir, hversu gamall hann var. Tvisvar sinnum, þegar ég mætti honum, var hann klæddur hvítum jakka og brúnum, léttum buxum. Þá var hann ber- höfðaður, og grá hár bærðust í hlvrri golunni. Höfuð hans var mjög stórt, hnöttótt, næstum því flatt að ofan. Hann var sönglandi í bæði skiptin og einhvers konar ljómi í augunum. Ég vissi ekki, hver hann var eða hvað hann gerði. Hann var mér ráðgáta. Hann var svo ólíkur öllum öðrum, sem ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.