Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 28
12
EIMREIÐIN
mér fannst, að þá og þegar mundi það hrynja yfir hann og
kremja litla manninn.
3.
Stundum spurði ég vini mína:
„Þekkirðu ekki lítinn, langstígan mann með stórt enni og
barnsmunn, með lítinn grænan stokk á bakinu? Hann er víst
ekki verkamaður, en eitthvað nálægt því, annaðhvort málari
eða steinhöggvari — og þó er ég ekki viss.“
En enginn þeirra þekkti slíkan mann.
Einn vina minna sagði, er ég spurði hann:
„Er þetta draugur eða hvað? Er þetta raunveruleg mann-
eskja eða hvað? Þetta er víst í þriðja sinn, sem þú spyrð mig
að þessu. Hvers vegna ertu svona forvitinn um þennan þoku-
mann?“
„Hann er ekki þokumaður. Hann er hvorki draugur né á
annan hátt óraunverulegur. Þetta er maður, sem ég mæti. . .“
„Það eru margir menn, sem maður mætir og varðar ekkert
um . .
„En þetta er sérkennilegur maður. Hann býr yfir einhverju,
sem ég veit ekki, livað er. Hann sér yfir allt, horfir upp og
fram. Það er eins og umhverfið sé honum lítils virði, eins og
hann eygi fjarlæg lönd, einhvers konar ævintýralönd. Ég er
búinn að fá þennan mann á sálina. Hann er setztur að í mér,
og ég hef áhyggjur af honum. Mér líður illa. Ég verð að fá
frið fyrir honum; annars verð ég veikur.. . Mig er farið að
dreyma hann. . . Ég fæ ekki frið fyrir lionum fyrr en mér
auðnast að skilja hann.“
„Ég hélt ekki, að þú drykkir svona mikið,“ sagði vinur
minn og glotti.
4.
Ég var í öngum mínum út af umferðinni neðst í Banka-
stræti. Ég hafði staðið á horninu við krossgöturnar alllanga
hríð og reynt að komast yfir á Lækjartorg. Ég skimaði í allar
áttir, gætti að ljósmerkjunum og bifreiðunum, steig hvað
eftir annað út á götuna og ætlaði yfir, en alltaf fannst mér
að ég yrði of seinn. Bifreiðarnar og reiðhjólin komu úr öll-