Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 28
12 EIMREIÐIN mér fannst, að þá og þegar mundi það hrynja yfir hann og kremja litla manninn. 3. Stundum spurði ég vini mína: „Þekkirðu ekki lítinn, langstígan mann með stórt enni og barnsmunn, með lítinn grænan stokk á bakinu? Hann er víst ekki verkamaður, en eitthvað nálægt því, annaðhvort málari eða steinhöggvari — og þó er ég ekki viss.“ En enginn þeirra þekkti slíkan mann. Einn vina minna sagði, er ég spurði hann: „Er þetta draugur eða hvað? Er þetta raunveruleg mann- eskja eða hvað? Þetta er víst í þriðja sinn, sem þú spyrð mig að þessu. Hvers vegna ertu svona forvitinn um þennan þoku- mann?“ „Hann er ekki þokumaður. Hann er hvorki draugur né á annan hátt óraunverulegur. Þetta er maður, sem ég mæti. . .“ „Það eru margir menn, sem maður mætir og varðar ekkert um . . „En þetta er sérkennilegur maður. Hann býr yfir einhverju, sem ég veit ekki, livað er. Hann sér yfir allt, horfir upp og fram. Það er eins og umhverfið sé honum lítils virði, eins og hann eygi fjarlæg lönd, einhvers konar ævintýralönd. Ég er búinn að fá þennan mann á sálina. Hann er setztur að í mér, og ég hef áhyggjur af honum. Mér líður illa. Ég verð að fá frið fyrir honum; annars verð ég veikur.. . Mig er farið að dreyma hann. . . Ég fæ ekki frið fyrir lionum fyrr en mér auðnast að skilja hann.“ „Ég hélt ekki, að þú drykkir svona mikið,“ sagði vinur minn og glotti. 4. Ég var í öngum mínum út af umferðinni neðst í Banka- stræti. Ég hafði staðið á horninu við krossgöturnar alllanga hríð og reynt að komast yfir á Lækjartorg. Ég skimaði í allar áttir, gætti að ljósmerkjunum og bifreiðunum, steig hvað eftir annað út á götuna og ætlaði yfir, en alltaf fannst mér að ég yrði of seinn. Bifreiðarnar og reiðhjólin komu úr öll-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.