Eimreiðin - 01.01.1957, Blaðsíða 36
Laun íslenzkra listamanna
TILLÖGUR
um frumvarp til laga um úthlutun listamannalauna
L gr.
Flokkar listamannalauna skulu vera þrír:
1. flokkur 20 þúsund kr. í grunnlaun.
2. flokkur 15 þúsund kr. í grunnlaun.
3. flokkur 10 þúsund kr. í grunnlaun.
Listamannalaunum til 2. og 3. flokks skal úthlutað árlega og
skiptast þannig, að um 60% þess fjár, sem úthlutunarnefnd
ráðstafar, renni til 2. flokks, en 40% til 3. flokks
Listamenn, sem fengið hafa laun í 2. flokki 5 ár í röð eða
8 sinnum alls, skulu þaðan í frá njóta fastra ævilauna. En
laun í 3. flokki geta aldrei orðið föst.
Allir íslenzkir listamenn skulu koma til álita við úthlutun
listamannalauna og val í listráð (sbr. 2. gr.), án tillits til
aldurs, efnahags eða borgaralegra starfa. Búseta skiptir ekki
heldur máli við úthlutun listmannalauna, en til setu í list-
ráði skulu ekki aðrir eiga rétt en þeir, sem búsettir eru hér-
lendis.
2. gr.
1. flokkur sé skipaður 12 mönnum ævilangt, og mynda þeir
listráð. Til þess sé í fyrsta sinn kosið af 12 manna kjörráði,
er svo skal skipað, að menntamálaráðherra, háskólaráð Há-