Eimreiðin - 01.01.1957, Síða 40
24
EIMREIÐIN
og í fjölmörgum blaðagreinum. Menn hafa verið óánægðir
með fjárframlög Alþingis og skiptingu fjárins milli listgreina,
hafa talið matið á verðleikum ótvíræðra listamanna skeikult
og látið í veðri vaka, að ýmsum hafi verið úthlutað lista-
mannalaunum, sem væru þeirra ekki verðugir. Á Alþingi liafa
og verið mjög skiptar skoðanir um þessi mál, og síðan 1948
hafa komið fram þrjú frumvörp til breytinga á skipan þeirra.
Hið fyrsta þessara frumvarpa flutti núverandi menntamála-
ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, árið 1948, og síðan flutti hann
það á ný 1949, 1950 og 1951. Var fyrirsögn þess Frumvarp
til laga um laun skálda og rithöfunda og annarra listamanna
og listarráð. Arið 1949 flutti Magnús Kjartansson Frumvarp
til laga um úthlutun listamannalauna — og aftur árið 1950.
Árið 1951 tóku þeir upp þetta frumvarp Jónas Árnason og
Ásmundur Sigurðsson. Loks flutti Gunnar Thoroddsen Frum-
varp til laga um listamannalaun á þinginu 1955—1956. Ekkert
þessara frumvarpa var afgreitt.
3.
Hver einstakur nefndarmaður kynnti sér vandlega öll þessi
frumvörp, og síðan ræddi nefndin þau á fundum sínum og
gerði sér grein fyrir þeim höfuðsjónarmiðum, sem þar koma
fram. í frumvarpi Gylfa Þ. Gíslasonar og frumvarpi þeirra
Magnúsar Kjartanssonar, Jónasar Árnasonar og Ásmundar Sig-
urðssonar er gert ráð fyrir fækkun launaflokka frá því, sem
verið hafði hjá úthlutunarnefnd. í frumvarpi Gylfa Þ. Gísla-
sonar eru þeir 4 og aðeins 3 í hinu frumvarpinu. í frumvarpi
Gunnars Thoroddsens eru ákvæði um 4 fasta launaflokka,
sem í séu samtals 36 menn, en auk þeirra launa, sem þeir
hljóti, er kveðið á um árlega úthlutunarupphæð. í frumvarpi
Magnúsar Kjartanssonar, Jónasar Árnasonar og Ásmundar Sig-
urðssonar eru engin ákvæði um upphæð listamannalauna, en
hins vegar um hlutföll milli launaflokka, og eru þau 5:3:1,
en í frumvörpum þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Gunnars
Thoroddsens eru tilnefndar ákveðnar upphæðir í hverjum
launaflokki, kr. 18 þús., 9 þús., 6 þús. og 3 þús. í frv. G. Þ. G.,
og kr. 20 þús., 15 þús., 12 þús. og 8 þús., og viðbættri vísi-