Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 41

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 41
LAUN ÍSLENZKRA LISTAMANNA 25 töluuppbót, í frv. G.Th. í frumvarpi G. Þ.G. er það ákvæði, að launin í 1. flokki, sem skulu vera.veitt allt að 12 mönn- Uln, skuli vera heiðurslaun. Skulu þeir, sem hafa hlotið þau 1 5 ár, njóta þeirra ævilangt og skipa listarráð, sem sé mennta- naálaráðuneyti og menntamálaráði til ráðuneytis um mál, er varða listir. í frv. þeirra M. K., J. Á. og Á. S. er kveðið svo á, að listamaður, sem hafi komizt fimm sinnum í annan hvorn hærri flokkanna, verði ekki lækkaður í flokki úr því. Sam- kvæmt frv. G. Th. skal tekið tillit til tekna og efnahags lista- manna, þegar þeim eru ákvörðuð laun, en slík ákvæði eru ekki í hinum frumvörpunum. Samkvæmt frv. G. Þ. G. skal sameinað Alþingi ákveða, hverjir listamenn hljóti heiðurslaun, en árlega úthlutun lista- niannalauna annast menntamálaráð, sem þó skal leita um- sagnar listarráðs og heimspekideildar Háskóla íslands um til- lögur sínar, áður en þær eru endanlega samþykktar. í frum- varpi M. K., J. Á. og Á.S. er úthlutun falin nefnd, sem skipuð sé menntamálaráði, formanni Bandalags íslenzkra hstamanna og einum manni kosnum af háskólaráði. Sam- kvæmt frumvarpi G. Th. skulu þeir sex menn, sem njóta hæstra launa, kosnir af sameinuðu Alþingi, en hina skal menntamálaráðherra ákveða eftir tilnefningu menntamálaráðs °g heimspekideildar Háskóla íslands eða fimm manna, sem hún kýs. Listamannafé, sem veitt er í fjárlögum til úthlut- Uuar árlega, skal, samkvæmt frv. G. Th., úthlutað af þing- hjörinni nefnd, eftir nánari ákvæðum í fjárlögum, en að fengnum tillögum menntamálaráðs og 5 manna nefndar, kos- mnar af fulltrúaráði Bandalags íslenzkra listamanna. Auk þessara frumvarpa athugaði nefndin Frumvarp til laga uni Akademíu íslands, sem Björn Ólafsson, þáverandi mennta- niálaráðherra, flutti 1950 og 1951 og hlaut ekki afgreiðslu. hað er eingöngu miðað við varðveizlu og ræktun íslenzkrar tnngu og varð ekki haft til hliðsjónar við starf nefndarinnar, svo sem henni var markaður vettvangur. Einstakir nefndarmenn og nefndin sem heild tók til ná- mnar athugunar úthlutun listamannalauna síðustu 6 árin, glöggvaði sig á skiptingu fjárins milli listgreina, launaflokk- Uru, upphæðum og launþegum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.