Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 43

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 43
LAUN ÍSLENZKRA LISTAMANNA 27 Árið 1956 var úthlutað kr. 927.520,00 til 115 einstaklinga í 5 flokkum. Kr. Meðalt. kr. 56 skáld og rithöf. hlutu 466.220,00 eða 50.3% 8.325,00 35 myndlistarmenn — 329.700,00 — 35.6% 9.420,00 16 tónlistarmenn — 93.000,00 — 10% 5.812,00 8 leikarar - 38.400,00 - 4.1% 4.800,00 Öll árin var úthlutað samtals kr. 4.040.020,00 eða að meðal- tali á ári kr. 673.334,00. Þar af hlutu: Skáld kr. 2.055.820,00 eða 50.9%. Meðaltal launþega á ári 48. Meðalupphæð kr. 7.078,00. Myndlistarmenn kr. 1.416.800,00 eða 35%. Meðaltal launþega á ári 34. Meðalupphæð kr. 7.103,00. rónlistarmenn kr. 398.800,00 eða 9.9%. Meðaltal launþega á ári 14. Meðalupphæð kr. 4.471,00. Leikarar kr. 168.600,00 eða 4.2%. Meðaltal launþega á ári 8. Meðalupphæð kr. 3.526,00. Tala einstaklinga, sem fengið hafa styrk þessi 6 ár, er 188. Lar af skáld og rithöfundar 86, myndlistarmenn 50, tónlist- armenn 28, leikarar 24. 4. Nefndin varð fljótlega einhuga um ýmis þau atriði, er fram koma í þessu frumvarpi. Allir nefndarmenn voru þegar á einu máli um, að við veitingu listamannalauna bæri ekki að taka tillit til annars en skynsamlegs mats á listrænum störf- Urn listamannsins og gildi þeirra fyrir listþróun og menning- arlíf með þjóðinni. Ef ráðizt væri í mat á efnum og ástæðum listamannsins, mundi það leiða til ósamræmis og óréttlætis °g vekja óánægju og úlfúð. Hvernig sem háttað væri högum Hstamannsins, væri æskilegt og vænlegt til árangurs, að hann fyndi sem gleggst, að þjóðfélagið vildi styðja hann og örva til starfa, launa honum og votta honum þakklæti fyrir unnin afrek. Þá var og nefndin þegar í upphafi starfa sinna öll á þeirri skoðun, að óviðurkvæmilegt væri, að ríkið skattlegði Þau laun, sem það veitti listamönnum. Eins og það væri fjar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.