Eimreiðin - 01.01.1957, Side 51
Vegi* guðs eru
órannsakan-
le^ir
eftir Indriða Indriðason.
Ég minnist þess eins og það hefði skeð í gær, þegar Sigurður
1 Bár kom síðast að Kverk til Hannesar fóstra míns. Þá áttu
þeir saman ógleymanlegt málskraf um heyásetning og lungna-
Pest, líf og dauða og alls konar óáran innan lands og utan.
Það var frostaveturinn mikla.
Jörðin Kverk, þar sem fóstri minn bjó, var heiðarkot, er
lá á mótum dalsins og afréttarinnar, í hallandi slakka innsta
daldragsins. Þangað lá aðeins ein leið, — norðan úr þröngum
dal, er lá að opinni strönd.
Það var fáferðugt í Kverk og fátt í heimili. Sigurður var
etni næturgesturinn, er ég man eftir að kæmi þann vetur,
°g auk þess bezti fornvinur fóstra míns. Jörðin, sem hann
þjó á, lá úti við hafið á hinum sveitarenda.
Sigurður í Bár var ásetningsmaður. Hann gisti ávallt hjá
°kkur á þeim ferðum sínum, þó að venjulega væri hann ekki
la«gt að kominn.
Mér fannst alltaf hálfgildings hátíð í vændum, þegar Sig-
Urðar var von, þó að því færi fækkandi, er til þeirrar hátíðar
dró. hað hafði verið venja hans að taka mig á hné sér og
Sera við mig gælur, kveða við mig vísur og kitla mig, en til
þess var ég raunar að verða of stór. Oft hafði hann fært mér