Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 54

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 54
38 EIMREIÐIN vitni á öllu, sem ég heyrði um Ásbjörn. Ég hafði aldrei séð hann, en það, að hann var sonur Sigurðar, var nóg til þess, að í augum mínum var hann fyrirmynd ungra manna, og ég fylltist öþreyjukenndri tilhlökkun. í vor fengi ég að sjá Ás- björn, manninn, sem hafði verið í Ameríku og var sonur vinar míns. Það vakti eftirtekt mína, að þegar viðræður gömlu mann- anna snérust eitthvað að Ásbirni, þá varð hin dimma rödd Sigurðar vorkunnlát og hlý, — eins og þegar hann var að jafn- vægja lund mína eftir hastan sprett á hnjákolli sínum. Sigurði hlaut að þykja ósköp vænt um hann Ásbjörn. Að þessu sinni bar rödd hans vitni um þreytu, þrátt fyrir undirstraum hæg- látrar eftirvæntingar. Ég leit á vin minn, þar sem hann hallaði sér afturábak í rúmið andspænis mér og spennti greipar undir höfði. Stór- treyjan hans hékk á rúmstólpanum, röndótta þráðardúksskyrt- an var fráhneppt og sá í rauðleitan kamp á þreklegri bringu. Mér þótti vænt um þennan mann, — vænna en um nokkurn mann annan. — Ég hugsaði um það, hve oft Ásbjörn hefði setið á hné hans, og kenndi afbrýðisemi. — Augu okkar mætt- ust, og ég leit undan. Það færðist bros yfir andlit Sigurðar, og rödd hans var eintóm hlýja. — Er hann orðinn syfjaður angaljúfurinn? — Hann ætti að fara að sofa. Ég sneri mér til veggjar. Þessi vetur leið eins og aðrir vetur. Daginn lengdi, og snjór- inn hlánaði á heiðinni. Og loksins kom vorið, — vor í lofti, og fyrsta lóan. Ljósbrydd, léttfleyg ský þutu óðfluga á bláurn liimni út yfir dalinn, það var endalaust flug og þeytingur á litlum skýjum í sunnangolunni, — en þetta þrotlausa ferða- lag skýjanna hlaut að taka einhvern endi. Ég vissi svo sem hvert skýin fóru, því þegar ég spurði fóstru mína, hvað yrði um skýin, svaraði hún; að þau lentu víst öll úti í hafsauga. Ekki þótti mér það þó að öllu leyti viðunandi svar, en ef ég innti hana eftir, hvar þetta hafsauga væri, þá svaraði hún því til, að maður segði nú si svona. í þessu svari virtist mér

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.