Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 67

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 67
GRÓZKAN í BÓKMENNTUM FÆREYINGA 51 Vel væri til fallið, að íslenzkir rithöfundar stæðu framar- ^ega í slíkum félagsskap. Þeir vita vel, hvar skorinn kreppir, °g náin kynni af menningu og menningarbaráttu Færeyinga °g af færeyskum skáldum og rithöfundum mundu reynast h'óðieg og skemmtileg. Er og ekki fyrir að synja, að færeyskii °g íslenzkir rithöfundar gætu haft samstöðu um sitthvað út á við og orðið þar hvorir öðrum til stuðnings. ☆ Fá eru og til dæmis frændur okkar Norðmenn ekki í vafa um það, hver áhrif samanburður fortíðar og samtíðar hafi haft í baráttu þeitra fyrii' frelsi og menningu. Þeir tclja, að Heimskringla Snorra Sturlu- sonar hafi reynzt ómetanlegur aflgjafi í þeirri baráttu, þar sem liun vakti hjá þeim heilbrigðan og örvandi metnað og ennfremui meðt it- undina um það, hver öfl til framtaks og dáða bjuggu með hinni norsku ■dþýðu. Og ef þeir á annað borð gera sér nokkra grein fyrir því, Vidkun Quisling og Adolf Hitler, hvað þeir í rauninni eiga nú við að etja 1 ^oregi, hvort sem er i andstöðu lærðra eða leikra, þá mættu þeir blóta beðingardegi þess manns, sem Snorri hét og var sonur Sturlu í Hummi í Dölum úti á íslandi. Og víst er það von mín og vissa, að þrátt fynr aHt muni andi manna eins og Bjarna Thorarensens og Jbnasar Hall Sómssonar reynast okkur íslendingum heilladrjúgur til halds og trausts, þá er islenzkir eftirhermuóvitar og „forheimskaðir heimspólitískir gjaþ eyrisbraskarar vinna að því sem ákafast, eftir þá styrjöld, sem nú er háð * veröldinni, að steypa yfir okkur flóði þýzkrar, rússneskrar eða engil- saxneskrar menningar og ómenningar. Guðmundur Gislason Hagalin i „Gróður og sandfok 1943. í Rússlandi gildir einu, hversu eitt listaverk er fullkomið frá fagui- hæðilegu sjónarmiði. Ef það er ekki í samræmi við línu valdhafanna, er það fordæmt. Fegurðin er skoðuð sem borgaralegt verðmæti. Ef rithöf- undurinn hagar ekki störfum sínum í samræmi við flokkslínuna, getui engin snilligáfa bjargað honum. Franski snillingurinn André Gide, sem var orðinn kommúnisti, en snerist frá þeirri stefnu i för sinni til Rússlands.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.