Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 70

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 70
54 EIMREIÐIN in höfðaletur. Fékk hann aura og mat fyrir spænina og var í sjálfsmennsku, kallaður húsmaður. Glaður var hann ætíð og barngóður. Ein af mínum ljúfustu bernskuminningum er sú, er mamma sendi okkur með jólamat upp að Hamarsgerði til Páls. — Það var þungur kistill, sem við roguðumst með upp mýrarnar og brekkurnar, fullur af mat og sælgæti. En hug- urinn bar okkur hálfa leið, og vel var okkur jafnan tekið í Hamarsgerði. Þar bjuggu Bjarni og Marín, og þar var dóttir þeirra Gíslana, sem við kölluðum Jönu. Hún var nokkuð mikið eldri en ég og kunni mikið af sögum. Síðar komu þangað tveir drengir, Bjarni og Guðmundur, er gerðust félag- ar okkar og vinir. Þau Bjarni og Marín höfðu áður verið í vist hjá foreldrum mínum. Fátæk voru þau, en bjargálna, sparsöm og dugleg, — afbragðs fólk. — Jafnan fengum við þar sykurmola eða liagldabrauð og annað sælgæti. — Bjarni hafði reitt mig fyrir framan sig fi'á Hvammi í Norðurárdal að Mæli- felli, þegar ég var á þriðja árinu. í Hamarsgerði vorum við eins og heima hjá okkur; þar vorurn við oft allan daginn og lékum okkur, borðuðum og drukkum. Þetta göfuga, góða fólk hefur skilið eftir hugljúfar minningar og einlægt þakk- læti fyrir ágæta leiðsögn á vegi lífsins. Bjarni Benediktsson, Marín Gísladóttir og Gíslana dóttir þeirra hvíla nú öll undir grænni torfu. Engin tákn né stórmerki skildu þau eftir á þessari jörð. Þau munu gleymast eins og allur fjöldinn, sem fer veg allrar veraldar, um leið og þeir hverfa, er þekktu þau. Fyrir mér eru þau eins og hreinir daggdropar á morgni lífsins, sem spegla himindýrðina í sínu litla hveli. — Það er svo margt, sem krakkar dunda við. Tímunum sam- an getur maður bograð úti við læk, brotið af skarirnar og reist þær upp á rönd á lækjarbakkanum. Það verða heilar borgir, með turnum og hvelfingum. Þótt maður sé króklopp- inn og allur sýldur að framan af þessu sulli í frostinu, gerir það ekkert til. Jakaborgirnar vaxa upp með öllum læk, alla leið upp undir Haugshús, en það eru ærhúsin, yzt í túninu. — Ærnar eru ennþá hafðar í beitarhúsum uppi undir Hnjúk. Þangað gengur Sigurður Magnússon á hverjum degi í hvaða veðri sem er, þessi ramefldi, duglegi maður, hægur, stilltur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.