Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 75

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 75
ÚR FREMRIBYGGÐ OG TUNGUSVEIT 59 % Var ekkert annað en augu og athygli- Stöðugt bar nýtt °S nýtt fyrir augu. Fyrst var það Kirkjuburst, einkennilegur klettahnjúkur í miðju skarðinu; þar beygði skarðið til suð- vesturs. Brátt var komið út úr því, og tók þá við flöt heiði, ei nefnd var Fjallið. Þá vorum við komin í hið fyrirheitna land, Flúnaþing. Ég litaðist um, en fannst fátt að sjá, bungu- vtyndaðar hæðir í suður, vestur og norðvestur, fáein blá fjöll í fjarska, lengst vesturfrá. Gerólíkt Skagafirðinum. En af Srúninni fyrir ofan Stafnsrétt sá ég sýn, er ég gleymi aldrei. i^að var jökull. Geysimikill, drifhvítur skjöldur, er gnæfði í ijarska yfir dökkar heiðarnar. Þar sá hvergi á dökkan díl, og sólin glampaði á hann: Hofsjökull. Þótt langt væri að honum, dagleið á hestbaki, var hann tignarstór og ægilegur í augum 'Bínum. Ég staðnæmdist hugfanginn á Brúnku görnlu, sem 'at ekki sérlega viljug, og starði á jökulinn. — Faðir minn [ók eftir því, að ég dróst aftur úr. Hann sneri við og reið úl mín. >,Hvað er að þér, Steini minn; er Brúnka orðin stöð? Eg benti lionum á jökulinn. „Þetta er Hofsjökull," sagði pabbi og hló við. „En á ég að sýna þér nokkuð?“ Svo reið hann með mig upp á hæð, sem var þar rétt hjá. ~~ °g þar gaf á að líta: Tveir aðrir jöklar komu nú í ljós, oorðurendi Langjökuls, á stærð við Hofsjökul, þaðan að sjá, °g vestast Eiríksjökull, hömrum girtur hið neðra, en iann- hvítur kollurinn, glampandi í sólskininu. Og í skarðinu milli stóru jöklanna Kerlingarfjöllin, hvít af nýföllnum snjó, með ótal tindum og hnjúkum. - Ég starði hugfanginn yfir þetta ’oikla, hrikalega land. „Og hvað er hinumegin?" spurði ég loks og leit á pabba. >>Árnessýslan, þar sem mamma er fædd,“ sagði hann. „Og hvar er Hvammur, þar sem ég fæddist.-“ spurði ég. „Hinumegin við Eiríksjökul," sagði pabbi. Þetta var stórkostlegt. Ég gleymdi stað og stund og sat sem höggdofa. Mikið óhemjulega var heimurinn stór! Við pabbi riðum nú niður af hæðinni til fólksins, sem var k°mið af baki á brekkubrúninni ofan við réttina. - Þar opn- dðist dalskoran, oo- hlíðamar fram til afrétta blöstu við. Gaf

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.