Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 80

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 80
64 EIMREIÐIN hafa til, að ganga upp á Reykjarhól. Kom ég þar aftur nýlega. Óvíða er fegurra á landi voru en þar, að mínu áliti. En ég er með þeirn ósköpum gerður, að ég hef aldrei orðið stór- lirifinn af öræfum landsins, þykja dalir og sveitir fegurri en hraun, flár og jöklar, nema þá að sjá þá tilsýndar úr sveitum, til dæmis úr Borgarfirði. Ég hef verið frammi á öræfum og heiðum dögum saman, en aldrei unað þar vel og alltaf orðið feginn að komast til byggða aftur. Rétt utan við Reykjarhól náðum við lestinni frá Mælifelli, hún seig þar áfram, fót fyrir fót, 5 hestar hlaðnir ull og einn með einhvern annan flutning. Faðir minn hafði stórt fjárbú og mikla ull. En verðið var lágt. Ullin hafði verið þvegin heima, vel og vandlega þurrkuð. Ég held, að faðir minn hafi fengið heldur meira fyrir ullina en margir aðrir, sökum þess hve vel hún var þvegin og þurrkuð, — og svo kannske líka af því, að hann hafði svo mikla ull. Hann verzlaði jafnan við Stefán Jónsson (Hallssonar prófasts í Glaumbæ), sem þá var verzlunarstjóri Gránufélagsverzlunarinnar. En verzlun sú var þá eign danskra kaupmanna, búsettra í Kaupmannahöfn. Við riðum fram úr lestinni, og var nú komið við á Seylu. Þar bjuggu þá foreldrar Sigurjóns Jónssonar, síðar bankastjóra á ísafirði, merk hjón og vinir foreldra minna. Voru þar þegn- ar góðgerðir og svo haldið út að Glaumbæ til séra Jakobs Benediktssonar, sem þar var þá prestur, en sagði af sér prests- skap árið eftir (1894). Hann var þá 72 ára, fæddur 1821, mik- ill fjörmaður, kátur og gáfaður í bézta lagi. Var staðið lengi við í Glaumbæ, og man ég vel eftir séra Jakob. Kunni hann margar sögur um broslega hluti, hló mikið og lék við hvern sinn fingur. — Síðar á þessu sama ári, um haustið (1893) sá ég séra Jakob aftur. Var hann þá að skíra barn á Krithóli. Var þar Sigurður Eyjólfsson, er síðar tók sér nafnið Birkis, og er nú þjóðkunnur maður, hefur unnið allra manna bezt að söng- mennt þjóðarinnar. F.yjólfur Einarsson frá Mælifelli bjó þá á Krithól ásamt konu sinni, Margréti Þormóðsdóttur. Þau fluttu síðan að Glaumbæ 1894 og tóku hálfa þá miklu jörð móti þáverandi presti þar, Hallgrími Thorlacius. Síðan fluttu þau að Reykjum í Tungusveit. Þar dó Margrét, en Eyjólfur litlu síðar. Dó hann hjá foreldrum mínum á Mælifelli, var

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.