Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 82

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 82
66 EIMREIÐIN manns. Var það afarmikill fjöldi að mínu áliti og borgin stór- kostleg. Það, sem ég tók fyrst eftir og fannst einkennilegast, var lyktin, sem lagði móti okkur. Einhver blanda af kolareyk, sem ég að vísu kannaðist við, af rotnandi þangi og þara og fiskslori, svo og ýmis konar annar framandi þefur, t. d. af sjónum sjálfum. En sjávarloftið hafði þegar mætt okkur langt frammi í sveit, hin næmu þeffæri barnsins fundu fljótt þann hressandi blæ. Þótt ég hafi síðan séð nokkrar stórar borgir, hefur mér aldrei fundizt neitt til þeirra koma samanborið við Sauðár- krók, er ég sá þann virðulega stað fyrst vorið 1893, tæplega átta ára gamall. Ég var þreyttur eftir hið langa ferðalag, en fékk þó Harald frænda minn Árnason til þess að koma með mér niður í fjöru strax um kvöldið. Ég dýfði hendinni í sjó- inn. Það var hátíðleg stund, eins konar vígsla eða helgiat- höfn. Á þeim árum ætlaði ég að verða sjómaður, helzt sjó- ræningi eða víkingur. Það var norðangola og nokkur ylgja við fjöruna. Mér fannst stórkostlegt að sjá öldurnar brotna við landið með miklum hávaða og velta til möl og sandi. Ég starði hugfanginn á þessi undur, þar til nokkrir strákar komu og spurðu Harald, hvaða fífl þetta væri. Orðbragð þeirra var ægilega Ijótt, svo að mér ofbauð. Haraldur kunni vel að svara í sama tón, og held ég að við liöfum fljótt farið heim í hús foreldra hans, þar sem við gistum. Um morguninn snemma (ég vakna ætíð snemma) vaknaði ég við hinn undarlega hljóm hafsins, er öldurnar brotnuðu við ströndina. Þetta var ný rödd náttúrunnar, merkileg og heillandi. Saman við bland- aðist garg í ritu og mávi, fuglum sem ég hafði aldrei séð fyrr. Og svo ýmis konar skrölt og hávaði úr kaupstaðnum. Nýr heimur hafði opnazt mér. Er ég kom á fætur, dá danska her- skipið Heimdallur, 3000 smálesta beitiskip, úti á legunni, auk þess norskt kaupfar, eimskipið Nordkap. Það voru fyrstu hafskip, er ég sá. — Næstu tveir dagar, er við dvöldum á Krókn- um, voru fyrir mér hinir viðburðaríkustu, er ég hafði lifað. Sjóliðar af Heimdalli höfðu heræfingar úti á Eyrinni og skot- æfingar. Ég fékk að fara út í herskipið — hef aldrei komið út i herskip síðan. — Ég sá alla dýrð búðanna og lífsins í borg- inni. Kannske man ég ekkert betur en hið hryllilega orðbragð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.