Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 84

Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 84
Evlendai* bókaíre^nir r 'S J BRETLAND - BANDARÍKIN. Brezka skáldið William H. Aud- en er mörgum Islendingum kunn- ur, bæði sem afburðagott skáld og einnig fyrir bók þá, sem hann ásamt ferðafélögum sínum skrifaði um ísland, Letters from Iceland, sem þó líkaði heldur misjafnlega hér heima, og var það varla nema von. Auden hefur um árabil talizt einna fremstur í flokki núlifandi ljóðskálda, sem rita á enska tungu, bæði austan hafs og vestan. Hann var í mörg ár búsettur í Banda- ríkjunum, og hefur hann ávallt þótt ferskur í anda og uppreisnargjarn. Nú er hann farinn að reskjast og telst öllu fremur til spekinganna en hinna ungu uppreisnarmanna. Honum hefur hlotnazt sá mikli heiður að verða skipaður prófessor í ljóðlist við háskólann í Oxford og því flutzt aftur til Englands. Allmikill styr stóð um skipan í embætti þetta, og var aðallega um tvo menn að ræða. Það var auk Audens Harold Nicolson, hinn kunni brezki gagnrýnandi. Stúdent- arnir í Oxford snerust þegar á sveif með Auden og þóttust hafa unnið mikinn sigur, þegar hann hafði hlotið embættið. Fyrir skömmu kom út í Englandi Ijóðaúrval (antólógía) amerískra nútíðarskálda, og hefur Auden séð um valið á ljóðunum og skrifar formála og greinargerð fyrir útgáf- unni. Hann liefur valið úr verkum meir en 80 amerískra ljóðskálda. Fáir munu betur fallnir til þess að leysa slíkt verk af hendi. Auden er alinn upp í liinu hefðbundna enska andrúmslofti, en flyzt síðan vestur um haf, meðal annars til þess að leita sér nýrra viðfangs- efna og kynnast nýjum viðhorfum. í formála sínum að bókinni minn- ist Auden á þann mikla mun, sem má finna á verkum enskra og bandarískra skálda, jafnvel þótt hvor tveggja riti og hugsi á sömu tungu. Hann telur þennan mun í og með felast í því, hversu mikil hreyfing er enn á amerisku þjóð- lífi, sem stafar af víðfeðmi lands- ins og breytileik umhverfisins. Þav er einnig margt að finna, sem enn er á tilraunastigi, og því er breyti- leikinn meiri, þrótturinn og lífs- fjörið meira. Þessu fylgir svo einnig stöðugt rótleysi, segir Auden. Hann telur þó Robert Frost algjöra und- antekningu frá þessu, enda er hann vaxinn upp úr mold Nýja-Englands og hefur alið mest allan aldur sinn í hinu fastmótaða umhverfi þeirra héraða Ameríku, sem fyrst byggð- ust og orðið hafa fyrir sterkustum áhrifum frá Englandi. ÞÝZKALAND. Thomas Mann, sem hefur verið nefndur síðasti skáldsagnameistar- inn, er ritaði skáldsögur í liinuffl epíska anda 19. aldarinnar, liefur á sinni löngu ævi haft djúptæk áhrif á marga menn. Hann helgaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.