Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 14
246 EIMREIÐIN efni og vettvangi leikritsins. Svo er þá að forma efnið og móta persónurnar — hvort tveggja þetta með tilliti til flutnings í útvarp — og það ekki samfellds flutnings, heldur í köflum. Eftir langan tíma, mikil heilabrot og margar breytingar og afskriftir hefur skáldinu tekizt að forma heild. En svo kemst það að þeirri niðurstöðu — eða útvarpsstjóri og meðdómend- ur hans, að útvarpinu henti ekki leikritið. Hvað þá? Skáldið verður að fitja upp á ný, úr öðru bandi og með öðru prjóni. Loks liggur svo fyrir leikrit, sem bæði skáldið og hinir vísu menn útvarpsins eru ánægðir með — og gerið þér svo vek herra skáld — hér er ávísun upp á tuttugu þúsund krónur eða sem svarar einum fjórða þeirra árslauna, sem nú þykja nokk- urn vegin viðhlítandi! Útvarpið hefur þegar samið við Agnar skáld Þórðarson um að hann semji handa því framhaldsleikrit og við Þórarin Jóns- son tónskáld um samningu tónverks. Þá hefur það og boðið heim til fyrirlestrahalds hinum heimsfræga brezka rithöfundi og sagnfræðingi Arnold Joseph Toynbee, svo sem lesendum Eimreiðarinnar og öllum landslýð er kunnugt. Hinn frægi maður er mjög merkur sagnfræðingur og rithöfundur, en vafasamt verður að telja, að heimboðið hafi haft það menn- ingarlegt gildi, sem til var ætlazt og til verður að ætlast. Kenn- ingar hans eru mjög umdeildar, enda alltorræðar, og erindi þau, sem hann flutti, munu vart hafa vakið þá athygli og þann skilning, að þau hafi neinu um þokað til menningarbóta, þó að þau vektu ólgu hjá nokkrum æstum aðdáendum hinnar gerzku blóðstjórnar, seppa, sem ævinlega þjóta upp urrandi og gjammandi, þegar þeir halda sig heyra í hrossabrestinum i Kreml. Ef heimboð slíks manns sem Toynbees hefði átt að hafa nokkur minnstu áhrif, yrði áður að undirbúa komu hans og boðskap með skrifum í blöð og túlkun í útvarp á starfi hans og stefnu, — og eftir brottför hans hefði svo þurft að skýra og skilgreina niðurstöður og gildi þeirra. En það, sem hann vék að íslenzkri menningu og menningarþróun í erindi sínu í útvarp, var satt að segja svo lítilfjörlegt, að sízt er að undra, þó að menn létust hafa heyrt annað eins — jafnvel hér á voru landi íslandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.