Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 25
Dr. HeljJi Pjeturss
ettir Bjarna Bjamason
í Brekkubæ i Nesjum.
I.
Þegar litið er yfir þann tíma, sem liðinn er frá því að dr.
Helgi Pjeturss hvarf héðan af jörðu, þá kemur í ljós, að
minna hefur verið ritað um hann og störf hans en ætla mætti.
Þó er þess að minnast, að náttúrufræðingar vorir hafa í grein-
um sínum um hann skýrt frá uppgötvunum hans á sviði jarð-
fræðinnar. Sannleikurinn er sá, að hin meiri háttar störf hans
v°ru á sviði nýrrar heims- og líffræði, og um þau mun áreið-
anlega verða mikið ritað síðar. Menn eins og dr. Helgi eru
1 hugum manna alltaf að stækka og verða ekki að fullu metn-
lr fyrr en æðra þekkingarstigi er náð.
II.
Hr. Helgi Pjeturss var fæddur í Reykjavík 31. marz 1872.
haðir hans, Pjetur Pjetursson bæjargjaldkeri í Reykjavík, var
rnaður mjög merkur. Hann var fæddur 9. sept. 1842 og and-
aðist 11. des. 1909. Afi dr. Helga, Pjetur bóndi á Uppsölum
ýBlönduhlíð og síðar á Fremrikotum í Norðurárdal í Skaga-
^jarðarsýslu (d. 1851), var sonur Pjeturs bónda, er síðast bjó
a Tyrfingsstöðum, og konu hans, Helgu Jónsdóttur bónda á
Skeiði í Fljótum Guðmundssonar. Systir Pjeturs á Tyrfings-
stöðum var Guðrún, móðir Baldvins Einarssonar. Faðir Pjet-
Urs á Tyrfingsstöðum var Pjetur bóndi á Skeiði, síðar á Mola-
stöðum (d. 1816) í Fljótum. Hann var bróðir Jóns læknis
1 Viðvík. Faðir þeirra var Pjetur, bóndi á Efra-Ási í Hjalta-
dal 0g einnig staðarsmiður á Hólum, Jónsson á Melum í Svarf-
að’ardal — sem smíðaði 24 ljái á dag — Jónssonar á Melum,
Hddssonar sterka þar, Bjarnasonar lögréttumanns á Óslandi,
Sertl var hið mesta afarmenni, Sturlusonar prests og ráðs-
IT>anns að Hólum Einarssonar, bónda á Arnbjargarbrekku í