Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 32
264 EIMREIÐIN kom úr Grænlandsferð sinni, var hann eitt ár á læknaskólan- um hér. Þetta gerði hann til að öðlast meiri þekkingu á líf- eðlisfræði en kostur var í Hafnarháskóla. Taldi hann síðan þennan lærdóm mjög mikilsverðan og lofaði mjög Guðmund Magnússon prófessor og fleiri kennara sína. Finnst mér ekki úr vegi hér að minnast þess, að Henrik heitinn Erlendsson læknir, merkur maður, sagði mér, að Guðmundur hefði haft orð á því við nemendur sína síðar, hvað honum hefði þótt dr. Helgi áhugasamur og framúrskarandi námsmaður. VI. Á fyrstu árum þessarar aldar fór dr. Helgi að fást við sál- fræði og heimspeki. Síðar tóku þessi viðfangsefni hug hans allan. Hóf hann á þessum árum rannsókn á eðli svefns og drauma og sagðist hafa ásett sér að halda þeim rannsóknum áfram meðan hann lifði. í fyrstu gerði hann sér vonir um að auka eitthvað þekkinguna á eðli vitundarinnar og lífsork- unnar. Er fróðlegt að fylgjast með þessum rannsóknum með því að lesa ritgerðir hans í blöðum og tímaritum frá þessum árum og sjá hve honum miðar markvisst áfram á rétta leið. Ég hef í huga grein, sem birtist í októberblaði „Óðins“ 1911 og nefnist „Sálufélag". Fjallar hún öðrum þræði um þjóðtrú og þjóðsögur, og minnist hann þar á Sæmund fróða og sagnir, sem um hann mynduðust, einkum þá söguna — sem hann telur eftirtektarverða — er Sæmundur hafði sálufélag við mann í öðrum landsfjórðungi. Er sagt, að Sæmundur hafi gert sér ferð til að kanna geð þessa sálufélaga síns og gladdist, er hann fann, að sálufélaginn var góðlyndur og stilltur vel. Eftir nokkra athugun á þessu fyrirbæri segir dr. Helgi. „Hvað átt sé við með sálufélagi, ætla ég lítið að reyna að skýra að sinni, en nefna aðeins nýja sögu, sem ekki er alls ófróðleg um þetta efni.“ Hann tilgreinir nú ritgerð í „Óðni“, þetta ár, eftir Magnús Helgason skólastjóra um séra Steindór Briem. Hafi séra Stein- dór einhverju sinni á námsárum sínum verið sjónarvottur að' eftirtektarverðum atburði, sem þarna er greint frá. í lok rit- gerðarinnar segir dr. Helgi, — er tilgreint er hér orðrétt: „Þessi saga var það, sem fyrst kom mér til að ætla, að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.