Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 12
Við þjóSve^mn eftir Guðmund Gíslason Hagalín. B ÓKMENN TIRNA R OG SKÓLARNIR. íslendingum hefur oft og mörgum sinnum verið gerð grein fyrir því, að á nauðöldum þeirra hafi bókmenntirnar verið þeim andlegur fjör- og þróttgjafi. Það ætti og að vera öllum ljóst, að þær voru sú lind, sem menn íslenzkrar endurreisnar jusu af, þá er þeir örvuðu þjóðina til starfs og stríðs, og hvað sem líður öðrum listgreinum, þá mundi það liggja í augum uppi, að enn sem áður fyrrum er blómgun íslenzkra bók- mennta og lífræn kynni þjóðarinnar af þeim ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því, að hún megi framvegis verða sjálfstæð og sérstæð menningarþjóð. En þó að allt þetta hafi verið viðurkennt í orði, hefur þess síður en svo verið gætt sem skyldi í skólum landsins. Skól- arnir hafa lagt sívaxandi áherzlu á málfræði-, stafsetningar- og setningafræðistagl, en lítt verið um það hugsað að kynna nem- endum íslenzkar bókmenntir, fornar og nýjar, gera þeim lif- andi og laðandi grein fyrir ævarandi gildi þeirra og leiða þá inn í þeirra undraheima. Nú virðast fleiri og fleiri vera að vakna til meðvitundar um, að við séum þarna á villigötum. Ýmsar raddir hafa kom- ið fram um það í riti og ræðu, og ekki sízt frá íslenzkum kennurum. Þá hafa og fjölmennir fundir kennara látið í ljós, að þeir teldu brýna nauðsyn, að bókmenntunum verði ætlað meira rúm í skólunum framvegis en hingað til, og frá hendi fræðslumálastjórnarinnar mun von á nýrri námsskrá fyrir barna- og unglingaskóla, þar sem gert er ráð fyrir, að lögð sé aukin áherzla á kynningu íslenzkra bókmennta. Þá hefur og fjölmennur kennarafundur skorað á fræðslumálastjórnina að hlutast til um, að fræðsla í íslenzkum bókmenntum í Kenn- araskólanum verði aukin og henni hagað þannig, að lögð verði áherzla á að gera kennaraefnin hæf til að kynna þær nemendum sínum. Allt þetta má vera þjóðinni allri fagnaðarefni — ekki síður en íslenzkum rithöfundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.