Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 12

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 12
Við þjóSve^mn eftir Guðmund Gíslason Hagalín. B ÓKMENN TIRNA R OG SKÓLARNIR. íslendingum hefur oft og mörgum sinnum verið gerð grein fyrir því, að á nauðöldum þeirra hafi bókmenntirnar verið þeim andlegur fjör- og þróttgjafi. Það ætti og að vera öllum ljóst, að þær voru sú lind, sem menn íslenzkrar endurreisnar jusu af, þá er þeir örvuðu þjóðina til starfs og stríðs, og hvað sem líður öðrum listgreinum, þá mundi það liggja í augum uppi, að enn sem áður fyrrum er blómgun íslenzkra bók- mennta og lífræn kynni þjóðarinnar af þeim ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því, að hún megi framvegis verða sjálfstæð og sérstæð menningarþjóð. En þó að allt þetta hafi verið viðurkennt í orði, hefur þess síður en svo verið gætt sem skyldi í skólum landsins. Skól- arnir hafa lagt sívaxandi áherzlu á málfræði-, stafsetningar- og setningafræðistagl, en lítt verið um það hugsað að kynna nem- endum íslenzkar bókmenntir, fornar og nýjar, gera þeim lif- andi og laðandi grein fyrir ævarandi gildi þeirra og leiða þá inn í þeirra undraheima. Nú virðast fleiri og fleiri vera að vakna til meðvitundar um, að við séum þarna á villigötum. Ýmsar raddir hafa kom- ið fram um það í riti og ræðu, og ekki sízt frá íslenzkum kennurum. Þá hafa og fjölmennir fundir kennara látið í ljós, að þeir teldu brýna nauðsyn, að bókmenntunum verði ætlað meira rúm í skólunum framvegis en hingað til, og frá hendi fræðslumálastjórnarinnar mun von á nýrri námsskrá fyrir barna- og unglingaskóla, þar sem gert er ráð fyrir, að lögð sé aukin áherzla á kynningu íslenzkra bókmennta. Þá hefur og fjölmennur kennarafundur skorað á fræðslumálastjórnina að hlutast til um, að fræðsla í íslenzkum bókmenntum í Kenn- araskólanum verði aukin og henni hagað þannig, að lögð verði áherzla á að gera kennaraefnin hæf til að kynna þær nemendum sínum. Allt þetta má vera þjóðinni allri fagnaðarefni — ekki síður en íslenzkum rithöfundum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.