Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 78
310 EIMREIÐIN skemmtilegt og ber þess ljóst vitni, að ótrúlega margir Skaglirðingar hafa mál og rím á valdi sínu. Hér er ekki rúm til að fara út í ljóð einstakra höfunda, en hér skal þó birt sonnettukorn eftir þann mann, er einna mest starf mun hafa lagt í útgáfu þessarar bókar, svo sem raunar fleira, sem unnið hef- ur verið á vettvangi menningarlífs með Skagfirðingum hina síðustu áratugi. Sá maður er séra Helgi Konráðsson: GÖMUL MYND. Gömul mynd í gömlum sumarblæ. á gömlu vori, sem er löngu horfið. Það fellur lækur fram hjá grónum bæ, og fjallið gnæfir yfir vindum sorfið. Við lækinn situr mey með vor á vör, og vatnið teygar hennar bros af munni, og hvergi bregður skugga af skýjaför frá skærum himni niðrað djúpsins grunni. Og ferðamaður fór um dalsins veg og festi þessa mynd í hjarta sínu: í gliti ofið geislar, bros og tár. Og þessi maður, það var einmitt ég, og þá var mikil gleði í brjósti mínu. — En síðan hafa liðið ótal ár. Guðm. Gislason Hagalín. Þorsteinn Valdimarsson: HEIM- HVÖRF. Ljóð. Heimskringla. 1957. Enginn ljóðelskur maður getur lesið svo Ijóð Þorsteins Valdimars- sonar, að honum dyljist, að þar sé skáld, sem mikils megi af vænta. Þorsteinn er gæddur frumstæðri næmni á tilbrigði íslenzkrar nátt- úru, liti, línur, angan, breytilegar raddir vinda og sjávar, frjóboða vors og uggvæni hausts, og svo sem af djúpri náttúruhvöt ann hann landi, þjóð og menningarerfðum. Honum er og í brjóst borin rík lineigð til að skyggnast undir yfir- borð raka lífs og örlaga, skynjar þar á bak við óræð öfl, sem skelfa og laða í senn. Allt þetta speglast þannig í ljóðum hans, að þegar honum tekst bezt upp, verða áhrif þeirra furðu sterk og varanleg. Þorsteinn er bragfimur og orð- vís, og hann hefur mjög í heiðri forna íslenzka bókmenntahefð. Hann hefur auðsjáanlega þaullesið eddukvæðin, lært af málfari þeirra og málbragði og orðið fyrir djúp- um áhrifum af anda Völuspár. En hann hefur líka hrifizt af viðlögum og af innlendum og erlendum þjóðj kvæðum, trúlega einnig af aust- rænum skáldskap, innblásnum af dultrú og dulvísi. Áhrifa alls þessa gætir í ljóðum hans, einkum þegaf hann finnur hjá sér ríkasta hvöt til að leggjast djúpt. En það er eins og hann hafi ekki fyllilega gert sér grein fyrir því, hvað séu honum eðlileg viðhorf, og stundum tekst honum ekki að samræma til heild- ar og móta í deiglu eigin persónu- leika hin ýmsu blæbrigði annar- legra hughrifa. Hann hefur þetta á tilfinningunni, og þá leitast hann við að finna rím og hrynjandi, sem falli við hin stríðandi áhrif. Svo verður þá form hans andkannalegb lína ljóðsins hlykkjótt og stirðleg, hrynjandin svo sem hriktandi. f hinni nýju ljóðabók Þorsteins koma greinilega fram kostir hans og gallar. Þar eru nokkur hreim tær og heillandi kvæði, önnur, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.