Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 64
296 EIMREIÐIN Hann var ekki nógu utarlega, en það munaði aðeins fáum áratogum. Hann renndi aftur, saug upp í nefið og púaði, um leið og sakkan smaug út fyrir. Sá guli var viljugur að bíta, og skuturinn seig óðum. Frá vesturströndinni heyrðist í vélbát. Gamli maðurinn brá fær- inu um ræðið og fékk sér í nefið. Vélbáturinn vakti snöggv- ast athygli hans, svo leit hann af honum til hafs, þar sem ótal skipssiglur sáust og reykir svífandi yfir. „Konvoj, — jamm,“ sagði sá gamli við sjálfan sig og strauk þæfðum vettlingnum um nef sér. „Þeir eru enn að stríða.“ Hugurinn tók á rás, langt frá færinu, sem krækti í fisk og fisk. — Skyldi nú vera eins umhorfs þar og var? Honum varð hugsað til Liverpool á Fmglandi. Þar var hann oft, hér áður. Ætli það sé enn sami spenningurinn á togurunum og þá var. Vökurnar sjálfsagt minni, en ekki væri betra að bylta sér vakandi í kojunni, vitandi af alls konar vítisdrasli í kring. Það voru bölvaðir tímar, en þó var einhver spenningur í því öllu saman. Nú væri það líklega verra, með helvízkar flug- vélarnar yfirvofandi á hverri stundu. Svo var enginn friður í landi. Sífelldar árásir. „Jú, það var bölvað stríð,“ sagði gamli maðurinn allt í einu upphátt og varð hverft við. Hann bylti stútungs þorski inn fyrir og renndi á ný. Hann hafði siglt með enskum og vissi sitthvað um lífið um borð. Þetta stríð var honum fjar- lægt, og það var ekki nema þegar hann heyrði um árás á einhverja borg, sem hann þekkti af eigin raun, að liann fann til einhvers sársauka. Þarna voru þau enn. Snigluðust áfram í röðum, eins og þunglamalegir nautgripir. Hvað beið þeirra? Það var víst fjandi slæmt hér, en verra yrði það þó við Norð- ur-Noreg. Þar yrði einhverjum hætt. Áfangastaðurinn er svo sem ekki aðlaðandi. Kaldur og Ijótur smábær. Engir róandi staðir, þar sem h'fslönguninni yrði svalað áður en næstu átök- in hæfust. Gamli maðurinn settist og tók fram kaffibrúsann, hellti í lokið og sötraði rjúkandi kaffið. Bátinn hafði borið frant á fjörðinn. Fiskurinn var horfinn í bili. Það var hálffallið út og vonlaust að reyna frekar. Aflinn var líka orðinn dá- góður. Gamli maðurinn slægði fiskinn og jafnaði hleðsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.