Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 64

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 64
296 EIMREIÐIN Hann var ekki nógu utarlega, en það munaði aðeins fáum áratogum. Hann renndi aftur, saug upp í nefið og púaði, um leið og sakkan smaug út fyrir. Sá guli var viljugur að bíta, og skuturinn seig óðum. Frá vesturströndinni heyrðist í vélbát. Gamli maðurinn brá fær- inu um ræðið og fékk sér í nefið. Vélbáturinn vakti snöggv- ast athygli hans, svo leit hann af honum til hafs, þar sem ótal skipssiglur sáust og reykir svífandi yfir. „Konvoj, — jamm,“ sagði sá gamli við sjálfan sig og strauk þæfðum vettlingnum um nef sér. „Þeir eru enn að stríða.“ Hugurinn tók á rás, langt frá færinu, sem krækti í fisk og fisk. — Skyldi nú vera eins umhorfs þar og var? Honum varð hugsað til Liverpool á Fmglandi. Þar var hann oft, hér áður. Ætli það sé enn sami spenningurinn á togurunum og þá var. Vökurnar sjálfsagt minni, en ekki væri betra að bylta sér vakandi í kojunni, vitandi af alls konar vítisdrasli í kring. Það voru bölvaðir tímar, en þó var einhver spenningur í því öllu saman. Nú væri það líklega verra, með helvízkar flug- vélarnar yfirvofandi á hverri stundu. Svo var enginn friður í landi. Sífelldar árásir. „Jú, það var bölvað stríð,“ sagði gamli maðurinn allt í einu upphátt og varð hverft við. Hann bylti stútungs þorski inn fyrir og renndi á ný. Hann hafði siglt með enskum og vissi sitthvað um lífið um borð. Þetta stríð var honum fjar- lægt, og það var ekki nema þegar hann heyrði um árás á einhverja borg, sem hann þekkti af eigin raun, að liann fann til einhvers sársauka. Þarna voru þau enn. Snigluðust áfram í röðum, eins og þunglamalegir nautgripir. Hvað beið þeirra? Það var víst fjandi slæmt hér, en verra yrði það þó við Norð- ur-Noreg. Þar yrði einhverjum hætt. Áfangastaðurinn er svo sem ekki aðlaðandi. Kaldur og Ijótur smábær. Engir róandi staðir, þar sem h'fslönguninni yrði svalað áður en næstu átök- in hæfust. Gamli maðurinn settist og tók fram kaffibrúsann, hellti í lokið og sötraði rjúkandi kaffið. Bátinn hafði borið frant á fjörðinn. Fiskurinn var horfinn í bili. Það var hálffallið út og vonlaust að reyna frekar. Aflinn var líka orðinn dá- góður. Gamli maðurinn slægði fiskinn og jafnaði hleðsluna.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.