Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 81

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 81
RITSJÁ 313 Sigurðar Helgasonar, og loks er þá sagan komin öll. Fyrri lilutinn spáði góðu um sög- una alla. Við kynntumst þar um- hverfi og aldarhætti, og höfundur dró þar persónurnar skýrum drátt- um og vakti eftirvæntingu um það, hvað mundi drífa á daga þeirra. Og þetta bindi svíkur ekki þau lof- °rð, sem það fyrra gaf. Atburðarásin rís hærra en áður, verður hröð, spanþung og uggvæn, svo sem knúin áfram mannlegum ástríðum og harðýðgi og þröngsýni aldarfarsins. Síðan hnígur hún til rólegs jafnvægis, harmleikurinn fær happasælan endi, án þess að höf- undur haggi um neitt eðlisrökum persónanna. I þessu bindi skýrast þeir sögu- rnenn enn frekar, sem við höfum kynnzt áður, og þá einkum Eyrar- vatns-Anna sjálf, Signý dóttir henn- ar, Þórður gamli Atlason og Eyjólf- ur á Húsum — að ógleymdum Þor- valdi mjóa, og nýjar bætast við, svo sem sýslumaðurinn, frú hans °g skrifarinn. Tekst höfundi mæta vel um lýsingu allra þessara sögu- manna, og þó bezt þar, sem mest reynir á nærfærni hans og glögg- skyggni. Verður reisn Önnu mikil, konan bæði eðlileg og geðfelld, og hyjóllui, sá gallagripur, verður sjálfum sér samkvæmur, en sýnir þó í rauninni á sér nýjar og mann- legri hliðar en við höfum áður kynnzt. Stíll sögunnar er yfirlætislaus, rólegur og jafnvægur og þó með eðlilegum blæbrigðum til samræm- Is við efni og atburði — og málið hreint og traust og oft fagurt í sín- um einfaldleik. Með Eyrarvatns Önnu hefur Sig- uður Helgason unnið mikinn sig- ur, skrifað skemmtilega og alþýð- lega sögu, sem allir mundu lesa sér til ánægju, en er þó heilt og sterkt skáldverk. Guðín. Gíslason Hagalín. Jónas Árnason: VETURNÓTTA- KYRRUR. Heimskringla 1957. Þetta er stærsta bók Jónasar Arnasonar. Hún skiptist í þrjá efn- isflokka, Frásagnir, Svipmyndir og Sögur. Jónas fjallar þarna einkum um börn og dýr, sjómenn og sjó- mennsku, og honum lætur í raun- inni jafnvel að lýsa þessu öllu. Flestir þættir bókarinnar eru hressi- legir og skemmtilegir, en þó mis- jafnlega vel formaðir sem heild. Hins vegar virðist sýn höfundarins liafa skerpzt, og sumar þær mynd- ir, sem hann bregður upp, bera vitni mjög glöggskyggnum og nær- færnurn listamanni. Þá er og nátt- úrlegri blær yfir lýsingum hans á sjómennskunni en í fyrri bókun- um. Málið er eðlilegt og oftast lireint, og höfundurinn hefur num- ið ýmis ágæt orð af tungu aust- firzkra sjómanna. Hins vegar notar hann stundum erlend orðskrípi, þar sem íslenzk eru þó til og notk- un skrípanna þjónar engum skyn- samlegum tilgangi. Ein sagan í bókinni ber mjög af öðru efni hennar, enda er hún það snjallasta, sem Jónas hefur skrifað. Það er síðasta sagan, Skrín. Þar er annars vegar teflt fram lífs- reynslu kynslóðanna, seiglu þeirra og herðingu gegnum nauðaldir þjóðarinnar í baráttunni við nátt- úruöflin með svo að segja berum höndum — og hins vegar ákafa og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.