Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 47
GUNNAR BR. SIGMUNDSSON KVEÐUR BÆINN 279 „Kemur þér til hugar, að við Magnús Magnússon látum ofan í okkur óbætt vatn? Komdu með konjaksflöskuna, sem kapteinninn skenkti mér í fyrradag." Konan rís úr sæti sínu og kemur með konjaksflöskuna, sem hún réttir að bónda sínum orðalaust. Síðan liverfur hún enn fram í eldhúsið, sezt við eldavélina og tekur að prjóna. En Gunnar Br. Sigmundsson tekur stúthettuna af flöskunni, loga- gullna stúthettu með rauðu og bláu letri. „Þriggja stjörnu,“ segir hann og virðir flöskuna fyrir sér, liátíðlegur í bragði. Mangi mehe starir fram undan sér og svarar engu. Segir ekki, að sér standi á sama, hvað það heiti, bara ef hann verði fullur af því, og er sú setning honum samt munntöm. „Betri sort af konjaki er ekki fáanleg á heimsmarkaðinum," segir Gunnar, „af þeirri einföldu ástæðu, að þeir kunna ekki að framleiða betri sort. Þetta er sú sortin, sem klerkarnir í Spánardómkirkju láta í kaleikinn, þegar kóngurinn er til alt- arts. Og einu sinni var meðhjálpari hengdur fyrir að liafa stolið því, sem kóngur skildi eftir, en það rnáttu engir drekka nenia æðstipresturinn. Og livað heldur þú, að karlskúmurinn hafi sagt, þegar hann var leiddur að gálganum?“ Mangi rnehe veit það ekki. Hann liefur aldrei ofþjakað sín- UR> heila með þankabrotum um það, sem gerist úti í löndum. Og þessa stundina liugsar liann hvorki um það né annað. Heyrir vart það, sem Gunnar Br. Sigmundsson þylur konjak- niu til lofs og dýrðar. Kærir sig ekkert um að lieyra það. Hvenær skyldi sá mælski maður hafa manndóm í sér til að °pna flöskuna? Það virðist ætla að verða bið á því. „Þeir báðu liann að iðrast synda sinna, og það gerði hann; r°msaði upp úr sér lieila húslestrabók af alls kyns syndum • • • en þegar þeir minntu hann á syndina, sem hann átti að hengjast fyrir, liarðneitaði hann allri iðrun. Kvað sopann hafa verið hengingar virði og vel það.“ Mangi þegir. Munnur hans fyllist ósjálfrátt vatni, og hann mundi ekki hafa sagt neitt, þótt einhver liefði komið og leitt Gunnar Br. Sigmundsson út til hengingar, ef sá hinn sami hefði skilið flöskuna eftir. „Hvar er tappatogarinn, kona?“ kallar Gunnar. „Eða kem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.