Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 47

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 47
GUNNAR BR. SIGMUNDSSON KVEÐUR BÆINN 279 „Kemur þér til hugar, að við Magnús Magnússon látum ofan í okkur óbætt vatn? Komdu með konjaksflöskuna, sem kapteinninn skenkti mér í fyrradag." Konan rís úr sæti sínu og kemur með konjaksflöskuna, sem hún réttir að bónda sínum orðalaust. Síðan liverfur hún enn fram í eldhúsið, sezt við eldavélina og tekur að prjóna. En Gunnar Br. Sigmundsson tekur stúthettuna af flöskunni, loga- gullna stúthettu með rauðu og bláu letri. „Þriggja stjörnu,“ segir hann og virðir flöskuna fyrir sér, liátíðlegur í bragði. Mangi mehe starir fram undan sér og svarar engu. Segir ekki, að sér standi á sama, hvað það heiti, bara ef hann verði fullur af því, og er sú setning honum samt munntöm. „Betri sort af konjaki er ekki fáanleg á heimsmarkaðinum," segir Gunnar, „af þeirri einföldu ástæðu, að þeir kunna ekki að framleiða betri sort. Þetta er sú sortin, sem klerkarnir í Spánardómkirkju láta í kaleikinn, þegar kóngurinn er til alt- arts. Og einu sinni var meðhjálpari hengdur fyrir að liafa stolið því, sem kóngur skildi eftir, en það rnáttu engir drekka nenia æðstipresturinn. Og livað heldur þú, að karlskúmurinn hafi sagt, þegar hann var leiddur að gálganum?“ Mangi rnehe veit það ekki. Hann liefur aldrei ofþjakað sín- UR> heila með þankabrotum um það, sem gerist úti í löndum. Og þessa stundina liugsar liann hvorki um það né annað. Heyrir vart það, sem Gunnar Br. Sigmundsson þylur konjak- niu til lofs og dýrðar. Kærir sig ekkert um að lieyra það. Hvenær skyldi sá mælski maður hafa manndóm í sér til að °pna flöskuna? Það virðist ætla að verða bið á því. „Þeir báðu liann að iðrast synda sinna, og það gerði hann; r°msaði upp úr sér lieila húslestrabók af alls kyns syndum • • • en þegar þeir minntu hann á syndina, sem hann átti að hengjast fyrir, liarðneitaði hann allri iðrun. Kvað sopann hafa verið hengingar virði og vel það.“ Mangi þegir. Munnur hans fyllist ósjálfrátt vatni, og hann mundi ekki hafa sagt neitt, þótt einhver liefði komið og leitt Gunnar Br. Sigmundsson út til hengingar, ef sá hinn sami hefði skilið flöskuna eftir. „Hvar er tappatogarinn, kona?“ kallar Gunnar. „Eða kem-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.