Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 20
252 EIMREIÐIN Það er heldur ekkert nema tómur slæpingjalýður í síldinni. í sama bili var barið að dyrum, og pósturinn færði þeim bréfið. Gömlu hjónin höfðu lifað hartnær þrjá aldarfjórð- unga, en þetta var fyrsta bréfið sem þau höfðu fengið frá útlöndum. Og þetta bréf var meira að segja frá landi hinum megin á hnettinum; þau störðu langtímum saman á frímerk- ið eitt, litskrúðugt og dularfullt, sem væri það teikn frá öðr- um heimi. Alla næstu daga var gamli maðurinn að lesa bréfið fyrir konuna; hann var hættur að líta í blöðin, og hún var hætt að spyrja hann, hvað í blöðunum stæði. Hann tók bréf- ið fram á morgnana og las það upphátt fyrir konuna. Þau sofnuðu út frá því á kvöldin. Og þau töldu dagana, þangað til hann kæmi. Það var þegjandi samkomulag þeirra að segja engum frá ferðum hans. Enda væru allir búnir að gleyma brottför hans fyrir tuttugu árum nema þeir, sem ástæðu hefðu til að muna. Og þeir, sem ennþá minntust hans, yrðu síztir til að fagna honum á bryggjunni. En gömlu hjónin töldu dagana. Hann er sonur minn jafnt, þótt hann hafi orðið manns- bani af gáleysi, hafði gamla konan sagt prestinum og lögregl- unni fyrir tuttugu árum, og þessa setningu hafði hún enn upp fyrir sér í huganum eftir öll þessi ár. Kettlingurinn hafði krækt í bandhnykilinn og veltist með liann um gólfið, þar til allt var komið í eina bendu. Gamla konan lét köttinn óáreittan. Maðurinn lá á bekknum og las bréfið enn. Því skyldi hann koma heim núna? spurði hann annars hug- ar. Og hefur aldrei látið frá sér heyra öll þessi ár. Gamla konan strauk gráar flétturnar og horfði út um glugg- ann, þar sem fólkið flýtti sér fram hjá á götunni, fótatakið heyrðist greinilega inn í húsið. Nú er fyrnt yfir þetta óhappaverk. Hann vill korna heim til foreldra sinna, móður sinnar og föður. Honum þótti alltaf svo undurvænt um okkur, þótt óstýrilátur væri, hann vildi alltaf vera hjá okkur, nú kemur hann heim til að vera hjá okkur þangað til við deyjum. Allir hafa fyrirgefið honum þetta ölæðisverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.