Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 80

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 80
312 EIMREIÐIN er hún þó rúmar 18 arkir í stóru brod. Viðfangsefnið er sem sé höf- uðmeinsemdir þess tíma, sem við lifum á, meinsemdir veraldar eins og þær koma fram í hinu litla, af sér gengna og losaralega menning- arþjóðfélagi liér á íslandi, sem orð- ið hefur hráskinn, er „stáldrekinn á sléttunni" og hinn „marghausaði í Rauðuskógum og strengbrúður hans“ hafa um skeið togazt á um, teygt og skekið í ærið gráum leik — með þeim árangri, að svo er komið, að górilluapinn — eins konar af- skræmi mannsins og hvorki maður né dýr — er fyrir fjölmörgum raun- verulega orðinn dásamlegt og heill- andi tákn þeirrar manngerðar, sem landið skal erfa. Skáldsagan sýnir, að höfundur hennar er gæddur frábærri liug- kvæmni, mjög skarpri rökvísi um val og viðmiðun Jieirra tákna, sem túlka skulu miskunnarlausa ádeilu hans, og ennfremur mikilli list- rænni og persónulegri dirfsku. Aftur og aftur kemur liann Iesand- anum á óvart, ekki með lijákátlegri hótfyndni eða skrípatiltækjum, heldur með hnitmiðun hins tákn- ræna við veruleikann. Á þetta yfir- leitt jafnt við, hvort sem hann ræðst á fíknina í fé til fánýtrar og skaðvænnar eyðslu, fjárgræðgi sam- vizkulausra Mammonsþræla, and- styggilega æsilöngun til að virða fyrir sér og verða fyrir áhrifum af fáránlegum hlutum eða feiknleg- um, hina sálarlausu öpun eftir öllu erlendu, hið innantóma vél- ræni, taumleysi lostans, löngun manna til útlausnar í trylltum og seiðkenndum villimannadansi, fíknina í að deyfa í óhljóðum og hávaða náttúrlega hvöt lieilbrigðs manns til fullnægingar á þyrnibraut þroska og manndóms, áróðurs- og skriffinnskuæðið eða dáðleysi og ábyrgðarleysi forystumanna þjóð- arinnar. Hitt er svo annað mál, að Lofti hefur þarna ekki ávallt tekizt að meitla nógu vandlega stíl sinn og takmarka mælsku sína. Setningarn- ar eru stundum óhrjálega langar og flækjulegar, málalenginga gætir hér og þar og við og við endurtekn- inga, sem draga úr æskilegum á- hrifum þess, sem vel hefur verið sagt og síðan er endurtekið. En honum hefur verið vant um, svo margslungið sem efnið og á- deilan er og svo mörg og margvís- leg þau tákn, sem hann notar, og hvað sem þessu líður: Þarna hefur íslenzkur höfundur drepið í sígarettunni og þokað frá sér kokkteil eða kókglasinu, fussað blaðrinu og bollaleggingunum um tunglhausinn og gengið út á meðal fólksins og ráðamanna þjóðarinn- ar, virt fyrir sér heilskyggnum aug- um atferlið, hugleitt af alvöru og réttlátri reiði hvert stefnir og síðan gengið upp á fjallið helga og hróp- að háum og hvellum rómi vei og varnað, sem vonandi er að jafnvel þeir heyri, sem hlusta af andagt eða fíkn á köll stáldrekans á slétt- unni og þursans marghöfðaða 1 Rauðuskógum — eða öskur hnis „heimsfræga" górilluapa. Guðm. Gislason Hagalin. Sigurður Helgason: EYRAR' VATNS ANNA. Síðara bindi. ísafoldarprentsmiðja 1957. Nú eru liðin átta ár, síðan út kom fyrra bindi Eyrarvatns Onnu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.