Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 80

Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 80
312 EIMREIÐIN er hún þó rúmar 18 arkir í stóru brod. Viðfangsefnið er sem sé höf- uðmeinsemdir þess tíma, sem við lifum á, meinsemdir veraldar eins og þær koma fram í hinu litla, af sér gengna og losaralega menning- arþjóðfélagi liér á íslandi, sem orð- ið hefur hráskinn, er „stáldrekinn á sléttunni" og hinn „marghausaði í Rauðuskógum og strengbrúður hans“ hafa um skeið togazt á um, teygt og skekið í ærið gráum leik — með þeim árangri, að svo er komið, að górilluapinn — eins konar af- skræmi mannsins og hvorki maður né dýr — er fyrir fjölmörgum raun- verulega orðinn dásamlegt og heill- andi tákn þeirrar manngerðar, sem landið skal erfa. Skáldsagan sýnir, að höfundur hennar er gæddur frábærri liug- kvæmni, mjög skarpri rökvísi um val og viðmiðun Jieirra tákna, sem túlka skulu miskunnarlausa ádeilu hans, og ennfremur mikilli list- rænni og persónulegri dirfsku. Aftur og aftur kemur liann Iesand- anum á óvart, ekki með lijákátlegri hótfyndni eða skrípatiltækjum, heldur með hnitmiðun hins tákn- ræna við veruleikann. Á þetta yfir- leitt jafnt við, hvort sem hann ræðst á fíknina í fé til fánýtrar og skaðvænnar eyðslu, fjárgræðgi sam- vizkulausra Mammonsþræla, and- styggilega æsilöngun til að virða fyrir sér og verða fyrir áhrifum af fáránlegum hlutum eða feiknleg- um, hina sálarlausu öpun eftir öllu erlendu, hið innantóma vél- ræni, taumleysi lostans, löngun manna til útlausnar í trylltum og seiðkenndum villimannadansi, fíknina í að deyfa í óhljóðum og hávaða náttúrlega hvöt lieilbrigðs manns til fullnægingar á þyrnibraut þroska og manndóms, áróðurs- og skriffinnskuæðið eða dáðleysi og ábyrgðarleysi forystumanna þjóð- arinnar. Hitt er svo annað mál, að Lofti hefur þarna ekki ávallt tekizt að meitla nógu vandlega stíl sinn og takmarka mælsku sína. Setningarn- ar eru stundum óhrjálega langar og flækjulegar, málalenginga gætir hér og þar og við og við endurtekn- inga, sem draga úr æskilegum á- hrifum þess, sem vel hefur verið sagt og síðan er endurtekið. En honum hefur verið vant um, svo margslungið sem efnið og á- deilan er og svo mörg og margvís- leg þau tákn, sem hann notar, og hvað sem þessu líður: Þarna hefur íslenzkur höfundur drepið í sígarettunni og þokað frá sér kokkteil eða kókglasinu, fussað blaðrinu og bollaleggingunum um tunglhausinn og gengið út á meðal fólksins og ráðamanna þjóðarinn- ar, virt fyrir sér heilskyggnum aug- um atferlið, hugleitt af alvöru og réttlátri reiði hvert stefnir og síðan gengið upp á fjallið helga og hróp- að háum og hvellum rómi vei og varnað, sem vonandi er að jafnvel þeir heyri, sem hlusta af andagt eða fíkn á köll stáldrekans á slétt- unni og þursans marghöfðaða 1 Rauðuskógum — eða öskur hnis „heimsfræga" górilluapa. Guðm. Gislason Hagalin. Sigurður Helgason: EYRAR' VATNS ANNA. Síðara bindi. ísafoldarprentsmiðja 1957. Nú eru liðin átta ár, síðan út kom fyrra bindi Eyrarvatns Onnu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.