Eimreiðin - 01.10.1957, Blaðsíða 67
STRÍÐ
299
hergisglugginn á loftinu var opinn. Það hafði verið herbergi
drengsins.
Gamli maðurinn snerist á hæli, er inn komu tveir menn.
Foringi hermannanna og ókunnur maður með svarta skyggn-
rshúfu. Sennilega af snekkjunni.
Hann þurfti ekki neinn túlk til að segja þeim, hvað við
hafði borið. Það kom fyrirhafnarlaust á gömlu sjóaraensk-
unni hans. Foringinn hvessti á liann augun og spurði hann
hranalega nokkurra spurninga.
Gamli maðurinn svaraði heldur þurrlega. Hann fann, að
ef spurningarnar yrðu margar, myndi skapið hlaupa með
liann í gönur. Hann fann reiðina fljóta og ólga um líkam-
ann. _ Ætluðu þeir ekki að trúa honum?
Loksins fékk hann að fara og sinna aflanum. Skömmu síð-
ar létti snekkjan akkerum.
Um kvöldið var gamli maðurinn eitthvað svo eirðarlaus.
Hann fékk sér lútsterkt kaffi og konjak út í. — Þýzkt konjak,
~ það var ekki rétt að vera neitt að minnast á það.
Svo skrapp hann út í hlíðina til að líta til lambánna. Það
var betra að ganga úti, þá voru hugsanirnar ekki eins ágengar.
Lú skalt ekki mann deyða, það hafði honum verið kennt
1 *sku ... Já, þá voru aðrir tímar, — það var svo sem ekki
aldeilis víst, að Pétur hefði engan meitt í garðinum forðum,
ef hann hefði mátt ráða, — þetta mátti líka heita sjálfsvörn.
^°> — skyldu þeir ekki mega drepast, bölvaðir! Ætli Snorri
g°ði hefði fengið samvizkubit út af svona smámunum?
Gamli maðurinn leit út á fjörðinn. Hafsbrúnin var rauð
'Sern blóð í skini síðsólarinnar. Byggðin blundaði og hvíldist
111 eð náttúrunni. Gamli maðurinn hlustaði á hægan andar-
drátt sumarnæturinnar.
^ djúpum fjarska heyrðust nokkrar þungar drunur. Svo
Varð allt liljótt aftur.
~~----Daginn eftir kom dragnótabátur norðan úr víkum.
ar>n hafði siglt gegnum mikla olíubrák norðan við nesið.
☆
I-eiðrétting:
* 3. hefti neðst á síðu 220. Ari Hallclórsson á að vera Ari Hálfdánarson.