Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 19
Þai&gað til
við deyjum
eftir
Jökul Jakobsson.
Þegar pósturinn færði þeim bréfið, sat gamla konan á stóln-
Urn við rúmið en gamli maðurinn lá aftur á bak í legubekkn-
tim og las blöðin. Konan hætti að prjóna andartak, sneri upp
a gráar flétturnar og brá þeim aftur fyrir öxl með snöggri
hreyfingu. Kettlingurinn, sem kúrt hafði á sauðargæru undir
°fninum, tók viðbragð og hentist að fótum gömlu konunnar,
Settist á afturlappirnar og krafsaði í pilsfaldinn. Gamla kon-
an tók til prjónanna á ný og stuggaði við kettlingnum með
fetinum, svo hann kútveltist á gólfinu.
Eg hef nú annað að hugsa en gæla við þig, ómyndin þín
Htla.
K-ettlingurinn settist niður og fór að sleikja á sér lappirn-
ar í mestu makindum. Gamli maðurinn rumdi og bylti sér,
lagði frá sér blaðið, settist fram á bekkinn og tók í nefið.
I5ú segir manni svo sem aldrei, hvað stendur í þessum blöð-
llrn, þótt þú lesir þau myrkranna á milli.
hiamli maðurinn smeygði sér í inniskóna.
hað stendur ekkert í blöðunum. Nema hvað þeir fá ekki
lem úr sjó fyrir norðan. Síldin veður ekki. Fólkið er atvinnu-
laust í hrönnum.
Konan hristi höfuðið:
Fjárann ætli mig varði, hvort fiskast fyrir norðan eða ekki.