Eimreiðin - 01.10.1957, Qupperneq 23
ÞANGAÐ TIL VIÐ DEYJUM
255
um, kýrnar á beit í móum og mýrum, sól skein í heiði, og
reyki lagði beint til lofts. Sonurinn virtist ekki taka eftir
neinu. Hann sat við hlið föður síns með köttinn í fanginu
án þess að segja orð. Þegar þeir komu að haelinu, greiddi
gamli maðurinn ökugjaldið, hann ætlaði að taka strætisvagn-
inn til baka. Ungur læknir og bústin hjúkrunarkona með
rjóðar kinnar tóku á móti þeim; syninum var vísað til her-
bergis. Honum var sagt, að því miður gæti hann ekki haft
kettlinginn hjá sér. Gamli maðurinn kvaddi soninn og hjúkr-
unarkonan hélt á kettlingnum á meðan.
Ég kem að heimsækja þig á hverjum degi, sagði gamli
utaðurinn. Og mamma þín sendir þér eitthvað. Vertu róleg-
ur og hvíldu þig. Þá kemstu fyrr heim að sjá mömmu þína.
Og við skulum passa uppá kattarskömmina fyrir þig.
Gamli maðurinn fór ekki beint heim, þegar hann kom aft-
Ur í bæinn með strætisvagninum. Hann leitaði uppi lækn-
luu, sem hafði skoðað soninn. Hann þurfti að bíða lengi áð-
Ur en hann náði tali af lækninum. Kettlingurinn var farinn
að væla af hungri. Læknirinn kvaðst ekkert vita; þetta gæti
aHt farið vel. Það væri um að gera að vera rólegur, aðbún-
aðurinn á hælinu væri framúrskarandi, þar hefðu gerzt hrein
kraftaverk.
Hann er sonur minn, sagði gamli maðurinn titrandi röddu
°g studdist fram á stafinn. Ég hef fullan rétt til að vita . ..
Læknirinn gekk út að glugganum og sneri baki í gamla
nianninn. Hann stuggaði við flugum, sem suðuðu á rúðunni.
Svu studdi hann flötum lófum í gluggakistuna og sagði:
Hann lifir í hæsta lagi tvo mánuði. Hann kom of seint.
Lakka yður fyrir, sagði gamli maðurinn, reis á fætur og
staulaðist út. Læknirinn hlustaði á höggin, þegar stafurinn
SlUall í gólfinu; þau dvínuðu eftir því sem gamli maðurinn
Ijarlægðist.
Seinna um daginn kom maður frá utanríkisráðuneytinu
^eð heilan bunka af skjölum. Hann var ákaflega vingjarn-
^egur og bauð gamla manninum í nefið. Sagðist muna eftir
konum frá gamalli tíð. Hann spjallaði heilmikið um veðrið
°g fiskinn og stjórnmálin, áður en hann bar upp erindið.