Eimreiðin - 01.10.1957, Side 24
256
EIMREIÐIN
Hvort gamli maðurinn hefði tök á að greiða fargjaldið fyrir
soninn heim? Sendiráðið hafði séð um ferðina og kostað hana.
Yfirvöldin þar í landi hefðu farið þess á leit við sendiráðið,
að maðurinn væri fluttur heim, því hann væri haldinn bráð-
smitandi sjúkdómi. Leiðindamál, en þetta kemur þó fyrir.
Vonandi, að honum batni. Gamli maðurinn borgaði tíunda
hlutann af fargjaldinu, því sem eftir væri mundi hann ljúka
á næstu mánuðum. Hann vildi ekki í nefið að skilnaði. Mað-
urinn frá utanríkisráðuneytinu kvaddi vingjarnlega, og gamli
maðurinn haltraði inn til gömlu konunnar.
Hún sat og hamaðist við að prjóna.
Heldurðu að honum þætti ekki gaman að fá peysu fyrir
veturinn, spurði hún, þegar gamli maðurinn kom inn.
Það verður gott fyrir hann að fá peysu, sagði gamli mað-
urinn, það verður kaldur vetur.
Heldurðu að hann fái nógu góðan mat á hælinu? spurði
gamla konan. Skyldu {:>eir nokkru sinni hafa kjötsúpu?
Þeir hafa ábyggilega kjötsúpu oft, sagði gamli maðurinn
og lagði sig upp á dívan, setti upp gleraugun og fór að lesa
dagblöðin. Það er vel úti látið hjá þeim og góður matur.
Kettlingurinn var liættur að leika sér, en kúrði undir ofn-
inum og mókti.
Ósköp var fallegt af honum að koma heim eftir öll þessi
ár til að vera hjá okkur þangað til við deyjum.
Gamli maðurinn svaraði:
Já, þangað til við deyjum.
Svo varð löng þögn í stofunni nema klukkan tifaði á veggn-
um. Gamla konan hamaðist við að prjóna peysuna.
Aldrei dettur þér í hug að lesa fyrir mig eitthvað úr blöð-
unum, sagði hún.
Það er ekkert skemmtilegt í blöðunum, sagði hann, ég leS
bara um fiskinn og skipin.
Var ekki síldarleysi fyrir norðan? spurði konan.
Hún er heldur að glæðast, sagði gamli maðurinn, og rödd-
in var óskýr af því hann velti tóbakstölu upp í sér. Margn
bátanna hafa fengið stór köst.
Það er gott, sagði gamla konan, þá verður eitthvað að gera
fyrir blessað fólkið.