Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 38

Eimreiðin - 01.10.1957, Síða 38
270 EIMREIÐIN að leitast við að sigra“ og eins „að sá rógur sem menn taka fyrir meinlaust skemmtital er langhættulegastur“, skildi bet- ur en flestir samstirningar hans, á hverju samskipti manna eiga að byggjast og hvers þarf með til að byggja upp fagurt mannlíf. Auk þess, sem hér er talið, var dr. Helgi vitranamaður. Segir hann nokkuð af því í síðari bókum sínum og þó einna mest í rnerkri ritgerð „Á annari stjörnu“, sem birtist fyrst í Ingólfi 1914, en var síðar prentuð sér ásamt fleiri ritgerðunr. Munu þessir hæfileikar hafa verið honum mikil hjálp í rann- sóknum þeim, er leiddu til hinna líffræðilegu uppgötvana. Fyrirbæri það, sem hann segir frá í Framnýal, er svo ein- stætt, að nokkur líkindi eru á, að það muni mjög sjaldan hafa borið fyrir augu dauðlegra manna. Fyrirbæri það sýnir og sannar ljóslega, að skyldar sögur úr lífi hinna æðri trúar- bragðahöfunda eru enginn tilbúningur. Sjálfur fullyrti hann, að dýrðarsýnir slíkar myndu allir geta séð — og meira — þeg- ar stefnunni yrði breytt og komið væri á öruggt samband við líf annarra hnatta. IX. Árið 1922 var lokið útgáfu 1. bindis Nýals, sem staðið hafði yfir í 3 ár. Einkunnarorð bókarinnar eru: „Útfyrir trúar- brögðin, en ekki á móti þeim“. Dr. Helgi var þá fimmt- ugur, og var honum haldið samsæti. Bjarni Jónsson frá Vogi flutti aðalræðuna og mæltist vel. Skáldin fluttu honum kvæði, og tek ég hér ljóðlínur úr kvæði Jóns Björnssonar: Sá hann og skildi að sólnaveldin svífa um geiminn full af lífi. Meira er hitt að milli hnatta manna snilli saman stillist. o. s. frv. Fleiri skáld ortu til hans á þessum tímamótum og síðar, svo sem Grétar Fells, Jón Magnússon, Jóhannes úr Kötlum, Þorbjörn Þorskabítur, Hallgrímur Jónasson og Stephan G- Stephansson. Þetta erindi er úr kvæði þess síðastnefnda: Hugsýnir háar lieilla af tungu, fegurri orð en áður. — Hlægir mig Helgi að Hávamál hið stærra, er ort af íslendingi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.