Eimreiðin - 01.10.1957, Page 46
278
EIMREIÐIN
lítillæti að þekkjast boðið, skal ég gefa þér nóg brennivín.
Annars færðu ekki neitt hjá mér.“
Mangi mehe gengur inn í svefnherbergið og tyllir sér á
einn kassann.
„Hvar eru stelpugæsirnar?“ spyr Gunnar Br. konu sína.
„Úti,“ svarar konan og heldur áfram að prjóna.
„Gefðu okkur Manga heitt vatn í könnu, og lánaðu okkur
bolla eða eitthvað til að drekka úr.“
Konan svarar ekki neinu, en stendur á fætur. Gunnar geng-
ur inn í svefnherbergið og sezt á kassa gegnt Manga.
„Það er nú þetta með stelpugæsirnar," segir Gunnar við
Manga. „Ég er sannarlega feginn því, að ég kemst með þær til
Reykjavíkur. Hérna er þeim nauðugur einn kostur að vera
með hásetum og óbreyttum hermönnum, því dætur fólksins
Iiérna, sem telur sig vera af betra taginu, hafa öll trompin á
hendinni til þess að krækja í þá borðalögðu. Það er ekki lítill
munur að geta boðið þessum délum heim í uppmubleraðar
stofur hjá fínum foreldrum og trakterað þá á brennivíni. Þetta
er allt öðru vísi í henni Reykjavík, lagsmaður. Þar gildir
snoppan.“
Mangi mehe svarar engu. Enn hefur Gunnar ekki gert sig
líklegan til að bjóða honum brennivín, og þess utan er Mangi
annars hugar. Öðru vísi en hann á að sér að vera. Hann er sátt-
ur við allt og alla og furðar sig á því, en samt líður honum vel.
Hann finnur ekki hjá sér minnstu löngun til að spýta skro-
tóbakssafanum á hvítþvegið gólfið, ekki minnstu löngun til
að bölva. Honum finnst hálft í hvoru minnkun að þessu, og
hann langar í brennivín.
Kona Gunnars kemur inn til þeirra með könnu, fyllta heitu
vatni, tvo stóra, kollótta bolla, teskeiðar, sykur á undirskál-
Hún lætur könnuna, sykurskálina og annan bollann á kassann
hjá Manga, fær manni sínum hinn bollann. Segir ekki stakt
orð, biður þá ekki einu sinni að gera svo vel, hverfur afttu'
frarn í eldhúsið, sezt á stólinn við eldavélina og tekur að
prjóna.
Gunnar Br. Sigmundsson lítur á könnuna, bollana og sykm'-
skálina og setur upp vanþóknunarsvip. Hristir höfuðið og
dæsir þungan. Þessi kona, þessi kona. Fyrr má nú vera, maður.