Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 52

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 52
284 EIMREIÐIN hent að leika á bölvaðan Bretann. En samt liefur mér tekizt það hingað til." Enn hellir hann konjaki í bollann hjá Manga. Og nú hef- ur Mangi fengið lystina. Hann teygar drykkinn og smjattar. „Andskotans ósköp er þetta nú dásamlega gott. En heyrðu Gunnsi, því í dauðanum og djöflinum ertu að fara í vinnu til þeirra, fyrst . . . ?“ „Þú ert barn og kjáni í þessa heims sökum, Magnús Magn- ússon. Auðvitað geri ég það til þess að komast að sem flest- um og mikilvægustum leyndarmálum. Nú, og fari svo, að Bretar vinni stríðið, er ég fíni maðurinn; hef gegnt ábyrgðar- miklu starfi í þjónustu þeirra og stuðlað að sigrinum. Og vinni Þýzkarinn, verð ég ennþá fínni maður; það er að segja, ef ekkert kemst upp. Það er nú það, lagsmaður." Mangi mehe drekkur. „Þú klárar þig af þessu, Gunnsi. Ég þori að hengja mig og skera upp á það, að þú klárar þig af þessu öllu saman. Þú ert svo eitil-helvíti-magnaður.“ Gunnar hlær lágt og nýtur sigursins. „Ég er nú samt ekki magnaðri en það, að ég er kominn í dálítið klúður með þetta allt saman. Ekki beinlínis í hættu, en bannsett klúður. En ef þú Ijærð mér lið, ætti ég að sleppa, ef ég þá eyðilegg ekki allt saman fyrir mér með bölvuðum klaufaskap." Mangi mehe svarar seint. Þegar allt kemur til alls, er hann ekki viss um, að Gunnar Br. Sigmundsson sé svo magnaðui', að hann klári sig af þessu, en liins vegar er hann viss um það, að Gunnar muni koma á hann allri sökinni, ef illa fer. Að áliti Manga mehe, er það helzti, og ef til vill eini kosturinn, sem hyggjuviti fylgir, að handhafar þess geta alltaf komið sei heimskari mönnum í þá skömm, er þeir hafa sjálfir til unnið, enda láta þeir að sjálfsögðu þann aðstöðumun aldrei ónotað- an, ef þörf krefur. Og Manga langar ekkert til að láta skjóta sig og sízt fyrir annarra afglöp. Heimurinn er að vísu bölvað- ur, en samt sem áður hefur Manga aldrei komið til hugar að gera ráðstafanir til að kveðja hann. Og hann vill deyja eins og manni sæmir, drukkna, hrapa í björgum eða gefa upp önd-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.