Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Side 53

Eimreiðin - 01.10.1957, Side 53
GUNNAR BR. SIGMUNDSSON KVEÐUR BÆINN 285 ina á sóttarsæng, en vill ekki láta drepa sig með byssuskoti eins og aflóga hund. „Ég er hræddur um, að ég geti ekkert hjálpað þér, Gunnsi winn. Það er leitun að nautheimskara kvikindi en mér,“ seg- lr hann og stingur upp í sig vænni skrotuggu. „Það veit ég, og einmitt þess vegna bið ég þig að ljá mér hð. Allir vita, að þú ert hverjum manni heimskari, og vegna þess getur engum komið til hugar að gruna þig. Sko, sjáðu nú til . . Gunnar Br. Sigmundsson gengur fram að dyrunum, opn- ar þær sem snöggvast til að fullvissa sig um, að enginn standi a hleri, lokar þeim og tyllir sér síðan á kassann hjá Manga. „Sko, sjáðu nú til ... Við og við kemur þýzkur kafbátur hingað inn á víkina. Hann kemur auðvitað ekki úr kafi; rekur bara sjónpípuna upp úr sjónum, skal ég segja þér. Hve- n*r hann kemur, veit enginn nema ég, og þú hefur ekkert að gera með að vita það. En þegar hann kemur, fer ég ævin- eSa niður á klappirnar og gef kafbátsstjóranum ýmiss konar npplýsingar með bendingum og merkjum." »Eg get aldrei lært neitt þess háttar. Ég . . .“ . »Þú þarft heldur ekki neitt að læra. Sko . . . sjáðu nú til. hg hef komizt að raun um, að brezku hermennirnir, sem búa 1 hföggunum liérna austur frá, hafa veitt þessum ferðum mín- Urn athygli. Þær hafa vakið með þeim grun, og þeir sitja um 1Ulg> þeir djöflar. í nótt kemur kafbáturinn hingað sína síð- ustu ferð, og ég hef mikilsverðar upplýsingar að gefa þeim. ' leðal annars verð ég að láta þá vita, að ég sé á förum til ^ykjavíkur og annað, sem það snertir. Takist mér ekki að &abba þá brezku, er úti um mig. Að minnsta kosti má ég eiga það víst, að ég lendi í bölvuðu klúðri. Nú skellum við í °kkur konjakinu, vinur, förum síðan niður á klapppirnar °§ ■ . “°g ■ • .“ „Og fyrst gef þefm { kafbátnum þau merki, sem með i ari> og ef allt gengur vel, verður það allt og sumt. En fari ;y°> a^ hermannablækurnar komi á vettvang, megum við ekki ata þar við sitja; þá tökum við báðir að benda, hrópa og a og högum okkur eins og kolbrjálaðir Færeyingar . . .“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.