Eimreiðin - 01.10.1957, Page 73
RITSJÁ
305
isrit og minningu hins fyrsta for-
seta íslands verðugur varði.
Guðm. Gislason Hagalin.
SAGA ÍSLENDINGA. Niunda
bindi. Tímabilið 1871—1903.
Landshöfðingjatimabilið. Samið
hefur Magnús Jónsson, dr. theol.
Fyrri hluti. Þjóðmál. — Atvinnu-
mál. Menntamálaráð og Þjóð-
vinafélag. Reykjavik 1957.
Þessi fyrri hluti 9. bindis hinn-
ar miklu íslendingasögu er mikið
rit, liart nær 500 blaðsíður. Það
skiptist í tvo höfuðþætti, Þjóðmál
°g Atvinnumál, og þeir í þessa að-
slkafla: Stjórnarskrárbaráttan, Blöð
°g blaðamenn, Sveitarstjórn og fé-
isgsmál, Fjárhagsmál, Samgöngu-
tttál, Árferðisannáll, Landbúnaður,
Sjávarútvegur, Verzlun og Iðnaður.
Höfundurinn, dr. Magnús Jóns-
s°n, segir svo í formála:
>.Um Jressa bók er Jrað helzt að
segja, að ég hefi leitazt við að gera
hsna að eins mikilli námu fróð-
leiks um þessa tíma og ég gat sam-
rýmt nokkurnveginn lifandi frá-
sögn. Ég hef forðazt sem mest að
þenja fákinn á sprettinum á þess-
Uln ritvelli og lagt meiri áherzlu
á að gefa lesandanum mynd af
söguefninu en sjálfum mér. Vafa-
laust jjykir nútímans sagnfræðing-
unt full mikill mannaþefur í þess-
Ulu helli, en ég get ekki að því gert.
er af þeim gamla skóla, sem
v,ldi fá að vjta um menn og við-
'1Urði ekki síður en hagfræði og
þróun, einstaklinga ekki síður en
múginn. Ég hef samt sem áður enga
o£trú á mætti einstaklingsins og
Veit vel að líf þjóðanna sígur áfram
1 stórum sjávarföllum, stígandi og
aílandi. En þessar löngu öldur
skapast þó af átökum einstakling-
anna, og í fylling tímans koma ein-
staklingar, sem miklu valda. Ég hefi
reynt að lýsa hér hvoru tveggja,
rás sögunnar í heild og þeim ein-
staklingum, sem ýmist hafa skapað
þessa rás eða borizt með henni.“
Þarna hefur höfundurinn skýrt
mjög ljóslega vinnubrögð sín og
sjónarmið, og sá, er þetta ritar, fær
ekki betur séð en þau hafi reynzt
mjög heilladrjúg. Við höfum feng-
ið þarna fróðlega, ýtarlega og sam-
fellda sögu þjóðarinnar á merki-
legu tímabili farsællar sóknar og
mikilsverðra, en ekki ýkja hrað-
stígra framfara, og höfundinum
hefur tekizt að lýsa mjög við hæfi
hvoru tveggja i senn: meginstraum-
nm þjóðlífsins og þeim mönnum,
sem þá notuðu til að stýra þjóðar-
skútunni á mið aukins velfarnað-
ar. Samhliða þessu hefur hann leyst
þá Jnaut að segja þannig frá, að
engum mun leiðast lesturinn, og
varla mun verða annað sagt en
frásögnin öll og dómar höfundar
um menn og málefni sé mótuð af
þekkingu og víðsýni, hvað og hver
sem í hlut á.
Guðm. Gislason Hagalin.
Ólafur 11. Björnsson: SAGA AKRA-
NESS I. Fyrstu jarðir á Skaga. —
Sjávarútvegurinn. Fyrri hluti.
Akranesútgáfan 1957.
Ólafur B. Björnsson hefur á síð-
ari árum gefið sig mjög við rit-
störfum og fræðimennsku, meðal
annars unnið það þrekvirki að gefa
út í fjölda mörg ár, án allra styrkja,
blaðið Akranes, sem hvorki fjallar
um stjórnmál, hjónaskilnaði, kvik-
myndaleikara né um þjófa, morð-
ingja eða kynvillinga, heldur aðal-