Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1957, Page 75

Eimreiðin - 01.10.1957, Page 75
RITSJÁ 307 lagt það, tengt það saman, skráð margar a£ sögunum og skrifað skil- orðan inngang. Hefur lnin unnið verk sitt af smekkvísi og vandvirkni, og er bókin ekki aðeins fróðleg, heldur og skemmtileg. Sigurður Þórðarson tónskáld og söngstjóri hefur ritað formála, en Sigurður er einn þeirra mörgu, sem hafa fengið órækar sannanir fyrir dulargáfum frú Kristínar. Ef til vill er þessi bók hin merk- asta, sem hér hefur komið út um þessi efni með tilliti til sönnunar- gildis frásagnanna. Guðm. Gíslason Hagalín. Axel Thorsteinsson: EYJAN GRÆNA, ferðaþœttir frá ír- luncli. Leiftur h.f. 1957. I þessari bók segir frá ferðum höfundar og dvöl á írlandi haustið '956. Hún skiptist í eftirtalda Eafla: Um írland og írlendinga (yfirlit), Ferðaþættir frá Norður- frlandi, Dagur í Dyflinni og Þar sem ástin átti sér ekkert griðland. ^feginhluti bókarinnar fjallar um Norður-írland, náttúru þess, at- vmnuvegi, menningu og merkis- staði, eins og þetta kom liöfundi fyrir sjónir og hann fræddist um Það af bókum, dagblöðum og við- ræðum við fólk, sem hann kynnt- ist. Sá, er þessi orð ritar, var svo ánssamur að dveljast í írlandi tæp- hálft ár 1948—1949, lengst af í yflinni, en kom aldrei til Norður- rlands. Hef ég oft iðrazt þess síð- j111 að láta það tækifæri ónotað. Nú ,1^Ur ^“k Axels bætt mér það upp "l , verulegu leyti. Svo margþættan róðleik um þennan landshluta og 0 k'ð þar hefur hún að geyrna, að ég minnist þess ekki að hafa fengið hann jafnmikinn neins staðar ann- ars staðar á íslenzku. Lýst er fögru landslagi, byggingum, kynnum af minnisstæðu fólki og mörgu fleira. Loks er sagt frá merkum draumi höfundar, óvenjulegu ferðalagi hans til Skotlands og hvernig draumurinn rættist. Inn í ferða- þætti sína fléttar Axel Thorsteins- son sögu greifadæmanna sex í Norð- ur-írlandi, sem eru hluti af brezka heimsveldinu, en hafa sérstjórn í sínum málum og sitt þing. Segir m. a. frá kynnum höfundar af for- sætisráðherranum. Rómar Axel mjög gestrisni og alla fyrirgreiðslu fólks, er hann hitti í landinu. Rak- in er atvinnuþróun þess, gerð grein fyrir menntun, samgöngum og holl- ustu Norður-íra við Breta, svo að einungis fátt sé nefnt. Kaflinn Dagur í Dyflinni gefur lesanda vitneskju um, hvernig höf- uðborg írska lýðveldisins kom höf- undi fyrir sjónir. Kannast ég vel við svipmynd þá, sem þar er dreg- in upp. Hún er sönn. Síðasti kafl- inn er írsk þjóðlífslýsing þýdd af höfundi, ein af þeim fögru, en sorg- legu ævintýrum, sem veruleikinn yrkir. Margar sæmilegar myndir eru dreifðar innan um lesmálið og ein falleg litmynd framan á kápunni. Pappír er góður, prentun og band með snyrtibrag. Hafi Axel þökk fyrir bókina. Þóroddur Guðmundsson. íslenzk sendibréf I.: SKRIFARINN Á STAPA. Sendibréf 1806-1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan 1957. Finnur Sigmundsson hefur áður

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.