Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Page 20

Eimreiðin - 01.01.1961, Page 20
8 EIMREIÐIN árið 1121, sem sagt er frá í sögu þeirra, er Þorgils reið til þings með 960 menn og Hafliði með 1680 rnenn, og Hafliði hafði látið rífa niður alla búð Þorgilsar, að þá hafi Sæmundur hinn fróði gengið til með nokkra menn og látið gera upp búð Þorgils. Fáum árum síðar er hans getið í Einars þætti Sokkasonar, er Arnaldur Grænlandsbiskup hafði verið vígður af erkibiskupnum í Lundi og sigldi frá Noregi, en varð að lenda um haustið undir Eyjaf jöllum. Segir í þættinum, að þá hafi Sæmundur fróði riðið til skips og boðið biskupi að vera Iijá sér um veturinn og hafi biskup jiegið boð hans. Ari byrjar íslendingabók sína með Joessum setningum: „íslendinga bóc g0rjra ec fyrst byscopom órom, Þorláki oc Katli, oc sýndac bæjri þeim oc Sæmundi presti. En mejr þuí at þeim lícaþi svá at liava ejra J:>ar viþr auka, Jrá scrivaþa ec Jaessa of et sama lar, fyr útan áttar tölu oc conunga ævi, og íócc þuí, es mér varþ síþan cunnara oc nú es g0rr sagt á þessi an á þeiri.“ Biskupar Jreir, sem Ari talar hér um, eru Jreir Þorlákur biskup Runólfsson í Skálholti (1118—33) og Ketill biskup Þorsteinsson á Hólum (1122—45). Hann hefur Jdví skrifað íslendingabók á þeim tíma, sem jDeir eru samtímis biskupar 1122—33. Þá hefur Sæmundur verið kominn á efri ár. Ég er áður búinn að geta um það, sem Ari segir um komu Sæ- mundar frá Frakklandi og þátttöku hans í tíundarlöggjöfinni. Og á fjórða stað minnist Ari á Sæmund í íslendingabók, er hann hef- ur talað um kristnitökuna á íslandi: „en Ólafr Trygguason fell et sama sumar at sögo Sæmundar prestz“. Af því, hve Ari minnist Sæmundar oft og vitnar í ummæli hans í hinu litla íslandssögu ágripi sínu, má sjá, hve mjög hann hefur treyst þekkingu hans og vitsmunum. Kona Sæmundar var Guðrún Kolbeinsdóttir lögsögumanns Flosa- sonar. Líklega hefur sá Flosi verið Brennu-Flosi, sem kunnastur er af Njálssögu. Líklegt er, að Sæmundur hafi haft skóla í Odda. Víst er, að Eyjólfur sonur hans hélt skóla þar, og hjá honum lærði Þorlákur Þórhallsson, sem síðar varð biskup og kallaður hefur verið hinn helgi. í sögu Þorláks biskups er borið mikið lof á Eyjólf. Segir höfundur Þorlákssögu hinnar elztu meðal annars um Eyjólf, að hann „hafði höfðingsskap mikinn ok lærdóm góðan, gæzku ok vits- muni gnægri en flestir aðrir, ok Iteyrðum vér hinn sæla Þorlák þat
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.