Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Side 26

Eimreiðin - 01.01.1961, Side 26
14 EIMREIÐIN unum. Birnirnir leggjast í híði sín. Önnur dýr leita uppi skúta og urðir, til að skýla sér fyrir nepj- unni. Rjúpan á sér hvergi frið- land, en grefur sig í snjó á nótt- unni. Er ég kvaddi hreinkónginn Thuri síðast þá sagði hann: „Þeg- ar þú kemur aftur, þá er mitt liús þitt hús.“ Synir hans, Atti og Amul, gáfu mér góðar gjafir, dótt- irin Aikia og ráðskonan Sosoló grétu báðar en valvan Labba sagði: „Islanninn kemur aftur þegar Ai- kia hefur eignazt son, mörg tungl munu verða kringlótt áður.“ Þetta var einmæli, en ég trúði því ekki þá, þótt Aikia væri gjafvaxta og kvenna fegurst á norðurslóðum. Einn var meðal Sama, er talist gat henni samboðinn, Palto bjarnar- bani, en prinsessan hataði hann og langaði jafnan að slá hann með hreinsvipu. Þó fór það að vonum svo, að þau Aikia og Palto urðu hjón og settust að í Kleyfum, en ég gat ekki setið brúðkaupið, þótt hátíð- lega væri boðið. Nú var ég staddur í Helsinki, hafði farið víða um álfuna og haldið sýningu í borginni. Þetta var snemma vors, óvenju kalt og stormasamt. Oft hafði hugur minn dvalið meðal Samanna, og í draumi hafði ég „talað við feð- urna“ eins og Lappar segja. Frá Rovaniemi — höfuðborg finnska Lapplands — kom sím- skeyti: „Vorið er komið við vötn- in, vegirnir þurrir, árnar liafa rutt sig“. Þetta lofaði góðu, en ég beið eftir veðurfregnum frá völvunni Löbbu. Árla morguns kom bréf frá „Aðalstöðvum". „Labba lofar góðu veðri og sumar hreinkýrnar eru að eignast kálfa. Birnirnir að koma úr híðum sínum.“ í fórum mínum var flugskírteini sem tryggði mér „alla þjónustu i lofti og á láði“ ókeypis. Hamingjan var fullkomin. Vordagar í Samalandi, æfintýri undralandsins í norðri, þar sem ennþá var hægt að veiða silung á ísilögðum vötnum, aka i hreinsleða og fara á skíðum með Samafólkinu, um fjöll og dali. Gaman var að fljúga yfir Þús- undvatnalandið og sjá hvernig það breytti um svip, eftir því sem norð- ar dró, varð grárra og kuldalegra unz fannadrög sáust í hæðum og ís á vötnum. Ber lítið á bústöðum manna er Austurbotnum sleppir. Staðnæmst var í Rovaniemi og stærri borgum, rétt aðeins tími til að fá sér kaffi á flugvöllum með einstaka vini er veit um ferðalag- ið. Allir segja að lokum er þeir kveðja: „Nú er fagurt á vatna- svæðunum og við hin Heilögu fjöll.“ Þótt snemrna væri lagt af stað, þá var farið að bregða birtu er við lentum á nyrzta flug\'ellinum við Ivallo, þar tekur á móti mér Palto bjarnarbani, brosandi, svo að skín í snjóhvítar tennur í „álnarbreiðu" andlitinu". Aikia og litli sonur bíða þín heima á Kleyfum“ segir hann og augun leiftra. Bíllinn sem hann ekur minnir á dráttarvél og skriðdreka, öslar yfir allar torfærur og skilur eftir reyk- ský í skógargötunni. Betra að vera öllu vanur og allt sé vel pakkað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.