Eimreiðin - 01.01.1961, Page 28
16
EIMREIÐIN
í hinum litríku „koltum". Aikia
hefur skreytt sig með silfurdjásnum
ættarinnar og skarlatsskuplu, á
herðum bar hún dýrindis sjal,
marglitt.
„Dúben“ (friður) segir hún og
hverfur til okkar, eins og hún hefði
heimt bónda sinn og Islanninn úr
helju. „Dúben“ segja heimamenn
og leggja hönd á hjartastað. Hvíti
hreinhundurinn þekkir mig aftur,
er hann hefur þefað af fótum mér,
liann íitjar upp á trýnið, rétt eins
og hann brosi, og geltir hógvær-
lega — ó — ó — ó —. Svo lileypur
hann í fang mér og reynir að sleikja
andlitið.
í furuviðarstofunni liggur son-
urinn í skrautlegu hengirúmi, hann
er brúneygur og sællegur. Setur í
brýnnar er liann sér Islanninn.
Það var bæði vistlegt og ríkmann-
legt á heimili ungu hjónanna,
veizlumatur á borðum þótt liðið
væri á kvöldið. Svo var setið við
arininn og minnst skemmtilegra
samverustunda, bæði á fjöllum og
í réttunum. Húsbóndann þekkti
ég minna, en vissi að hann var fræg-
astur bjarnarbani á þessum slóðurn;
hal'ði gengið í hinn harða skóla
veiðimannsins, hjá þrautreyndri
skyttu, með l'ramhlaðning að vopni
og jafnvel notað bjarndýralenzu
með hornskeiðum. Utbúnaður
hans nú var svo vandaður, sem
verða má, byssan kjörgripur, út-
rekin með silfur- og koparnöglum.
I hvert sinn er Palto felldi stóran
björn rak hann silfurnagla í skepti
byssunnar en koparnagla ef úlfur
eða jarfi var l'elldur.
Þarna í lilíðum umhverfis var
gott veiðiland lyrrum en Palto sæk-
ir einnig föng í fjarlæga lands-
hluta, er beinlínis sóttur þegar
háski er á ferðum með lireindýra-
lijarðirnar. Björninn gerir oft mik-
inn uzla í gerðunum á vorin, þeg-
ar kálfarnir fæðast. Þá rumskar
hann í liíði sínu, soltinn og úfinn-
Er þá ekki gott að verða á vegi
hans. Palto sagði að það fyrsta sem
björninn gerði eítir að hann skríð-
ur úr liíðinu, sé að nugga augu og
eyru, hrista skankana unz dofinn
fer úr þeim og blóðið fær örari rás.
Eftir hinn langa vetrardvala er
hann þá úfinn og feldurinn hangir
í fellingum á skrokknum, og tung-
an er hálfskrælnuð í munninum.
Til þess að örl'a meltinguna leitar
hann uppi mauraþúfu, gramsar í
henni, unz hrammarnir eru þaktir
maurum. Þá sleikir hann í sig hin
beysku, hálf eitruðu skorkvikindi,
unz maginn tekur til starfa. Svo
labbar björninn af stað til að finna
eitthvað ætilegt. Á vorin er latt til
fanga, laxinn ekki kominn í árn-
ar, engin ber eða egg. Helzt er þá
að leita til hreingerðanna, sama
hvort héri, læmingi eða hreindýr
verður á vegi hans — eða þá maður!
Stóra björninn brúngráa kalla
lappar stalo björn (risabjörn),
lirammar hans eru sem fallhamr-
ar, er rífa allt og tæta ef á kemur,
hann hefur tóll karla afl, en vitið
er ekki þar ef'tir. Ekki tjáir að
flýja, þá er björninn viss með að
rífa rifin frá hrygglengju flótta-
mannsins. Vopnlaus maður verður
annað tveggja að horfast í augu
við dýrið, eða ef aðstæður leyfa, að
leggjast á jörðina og látast vera