Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 36

Eimreiðin - 01.01.1961, Síða 36
24 EIMREIÐIN Á fjallið lagði ég í leiðinda veðri, þetta var erfið dagleið og ekki von mannabyggða fyrr en handan fjalla. Þar átti að vera skáli frá ferðafélagi Suomi, hafði hann ver- ið notaður af skíðafólki urn vetur- inn og var því viss gisting þar. Á leiðinni yfir fjöllin sá ég jarfa, það er lymskulegt dýr og durgslegt, gjó- ar tii manns gulum glyrnum og flýr í ofboði. Þreyttur og snjáður kom ég til skálans í Ijósaskiptunum. Ljós var í gluggum og reykur úr strompi, ég var sárfeginn. Húsið var ekki ýkja stórt, og hugsast gat að það væri fullt af gestum, ég kvaddi dyra með hálfum huga. Dyrum var lokið upp með varúð, þar stóð lappastúlka og brosti svo skein í perluhvítar jafnar tennur. Spékoppar vóru í báðum kinnum, augun myrk og óræð, hárið hrafn- svart eins og jafnan hjá velættuð- um löppum. Hún bauð mig vel- kominn að fyrra bragði á ensku, en ég svaraði með kveðju Samanna, „Diiben“, lagði hönd á hjarta og hafði yfir kallmerki hinna hvítu hreindýra Heilaga fjallsins. Hún svaraði á sama hátt, og spékopparn- ir í kinnunum urðu enn dýpri. Svo bauð hún mér í skálann, rétti mér þétta, Ijósbrúna hönd og kall- aði mig bróðir. Við arininn sat hennar raun- verulegi bróðir, riðvaxinn og snagg- aralegur strákur, með greinilegan ættarsvip hinna kynbornu. Hann var einnig auðsjáanlega feginn gestkomunni, og sömuleiðis guli hundurinn þeirra systkinanna, sem heilsaði með því að reka trýnið í fót minn. Mér leizt vel á þrenninguna, og alla umgengni í skálanum. Allt bar vott um næman fegurðarsmekk. Ég settist við eldinn, birkikubb- arnir í arninum fylltu stofuna þægi- legum ilmi, en yfir eldinum hékk gamall og svartur ketill. Samræður tókust hikandi, en þegar kaffið gekk milli, voru allar hömlur leystar. Gesti ber að segja frá ferðum sínurn og heimkynnum. Leiðarbréf mitt tóku þau rnjög há- tíðlega, rétt eins og þjóðhöfðingi væri kominn. Enginn íslenzkur gestur hafði komið á þessar slóðir svo þau vissu. Þau höfðu lesið ýmislegt skemmtilegt um landið mitt, er þau voru í skóla í Rova- niemi. Lífsferill þessara unglinga var harla áhrifaríkur, foreldra sína báða misstu þau á sviplegan hátt, í snjóflóði. Áður höfðu þau átt skemmtilegt heimili, tjaldbúðir og „gamma", mörg hreindýr og sleða með bjöllum. Röð af frostavetrum, stríðsárin og úlfar, höfðu höggvið stór skörð í hinar prúðu hrein- hjarðir. Hópar af dýrum tapast yfir Tenó-ána, og verið handsömuð af norskum fógetum, það kostaði mikil fjárútlát í sektum og langar ferðir. Eldingar og pestir, allt hjálpaðist að til að eyða hjörðinni. Að lokum voru foreldrar þeirra ör- eigar, byggðu lítinn kofa við Tenó- ána, veiddu sér til rnatar og lögðu gildrur fyrir héra og læmingja. Þau tíndust í fjallinu að vetrarlagi, voru að vitja um gildrur er snjóskriðan tók þau. Systkinin fengu ókeypis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.