Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.01.1961, Blaðsíða 40
.28 EIMREIÐIN Það hljóp rotta yfir fæturna á mér — ég ætlaði til Dóru litlu, hún var að kalla. — Svo þá er vargurinn kominn í svefnherbergið okkar. — Já, maður. Kveiktu á kertinu, sem er í glugganunt, og komdu með telpuna til mín — flýttu þér nú. Eiríkur gerir eins og konan biður. Dóra litla titrar af hræðslu. — Þá þykir mér nú loga á týr- unni, jægar rottan er komin í svefn- herbergið. — Ojá, en heldur vil ég vita hana þar, en í matarskápnum. — Guð minn góður, getur það verið! — Margt er ólíklegra. — Nei, þú gerir að gamni þínu, er það ekki, Eiríkur? Hann lítur á klukkuna. — Hálf fimm! Þá er bezt ég klæði ntig, úr því sem komið er. Stofan þeirra er allt í senn, svefn- stofa, borðstofa, dagstofa, skrifstofa, setustofa, frúarstofa, barnastofa og yl'ir höfuð allar þær stofur, sem til- veran býður mönnum. En þau eru það betur sett, heldur en margur annar, að hafa sæmilegt eldhús, þar sem rafmagn er til notkunar, og þau hafa eldhúsið ein. Kristbjörg horfir á mann sinn klæðast. Hann snýr við henni bak- inu — hún horfir á naktar herðar hans og liandleggi og sér hvernig vöðvarnir hnyklast undir skinninu við hreyfingar hans. Hún situr uppi í hvílu sinni með Dóru litlu á handleggnum, litla glóhærða stúlku fjögurra ára, bjarta á hörund, með blá, stór og djúp augu. Við hlið hennar sefur Þröstur, þriggja ára snáði, dökkur á hár, hnellinn og sællegur. — Ertu virkilega að klæða þig um liánótt? — Já, ég er glaðvaknaður. Höf- um við efni á auka kaffisopa? Ég á tóbak í nokkrar pípur. — Það fer nú eftir því, hve lengi þú verður atvinnulaus. Svo leggst Kristbjörg út af lijá börnunum, og breiðir vel yfir sig. — Ég skil það færi bezt á því að þú drykkir síðasta kaffisopann! Það líður góð stund og Eiríkur er alklæddur. Þá rís Kristbjörg snöggt upp og kastar af sér sænginni. — Ég rneinti þetta ekki — auðvit- að færð þú vinnu á morgun, og við höfum ráð á aukasopa. — Þá er bezt ég færi þér um leið; viltu það? — Já, ef ég verð ekki sofnuð — en þú mátt ekki vekja mig. Framrni í eldhúsinu lieyrist þrusk og tíst i rottunum. — Heyrir þú, Kristbjörg! Þær eru komnar í eldhúsið. — Jesús minn — og fiskurinn er í vasknum! — Honum er þá borgið! —Þá höfum við ekkert í hádegis- matinn. Góði flýttu þér fram. — — Það er tilgangslaust að flýta sér, rottan hefur nagað sig gegnum vask- skápinn — allt matarkyns er efalaust glatað. Það sverfur að hjá mönnurn og dýrum í þessum bæ, — það er al- veg óvíst hverjir hungra fyrr, rott- urnar eða mennirnir. — Hungra! Þú talar svo kulda- lega, að ég er hrædd við þetta orð. — Á meðan það eru orðin tóm, er ástæðulaust að hræðast, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.