Eimreiðin - 01.01.1961, Qupperneq 40
.28
EIMREIÐIN
Það hljóp rotta yfir fæturna á mér
— ég ætlaði til Dóru litlu, hún var
að kalla.
— Svo þá er vargurinn kominn
í svefnherbergið okkar.
— Já, maður. Kveiktu á kertinu,
sem er í glugganunt, og komdu með
telpuna til mín — flýttu þér nú.
Eiríkur gerir eins og konan biður.
Dóra litla titrar af hræðslu.
— Þá þykir mér nú loga á týr-
unni, jægar rottan er komin í svefn-
herbergið.
— Ojá, en heldur vil ég vita hana
þar, en í matarskápnum.
— Guð minn góður, getur það
verið!
— Margt er ólíklegra.
— Nei, þú gerir að gamni þínu,
er það ekki, Eiríkur?
Hann lítur á klukkuna. — Hálf
fimm! Þá er bezt ég klæði ntig, úr
því sem komið er.
Stofan þeirra er allt í senn, svefn-
stofa, borðstofa, dagstofa, skrifstofa,
setustofa, frúarstofa, barnastofa og
yl'ir höfuð allar þær stofur, sem til-
veran býður mönnum. En þau eru
það betur sett, heldur en margur
annar, að hafa sæmilegt eldhús, þar
sem rafmagn er til notkunar, og þau
hafa eldhúsið ein.
Kristbjörg horfir á mann sinn
klæðast. Hann snýr við henni bak-
inu — hún horfir á naktar herðar
hans og liandleggi og sér hvernig
vöðvarnir hnyklast undir skinninu
við hreyfingar hans. Hún situr uppi
í hvílu sinni með Dóru litlu á
handleggnum, litla glóhærða stúlku
fjögurra ára, bjarta á hörund, með
blá, stór og djúp augu. Við hlið
hennar sefur Þröstur, þriggja ára
snáði, dökkur á hár, hnellinn og
sællegur.
— Ertu virkilega að klæða þig
um liánótt?
— Já, ég er glaðvaknaður. Höf-
um við efni á auka kaffisopa? Ég
á tóbak í nokkrar pípur.
— Það fer nú eftir því, hve lengi
þú verður atvinnulaus.
Svo leggst Kristbjörg út af lijá
börnunum, og breiðir vel yfir sig.
— Ég skil það færi bezt á því að
þú drykkir síðasta kaffisopann!
Það líður góð stund og Eiríkur er
alklæddur. Þá rís Kristbjörg snöggt
upp og kastar af sér sænginni.
— Ég rneinti þetta ekki — auðvit-
að færð þú vinnu á morgun, og við
höfum ráð á aukasopa.
— Þá er bezt ég færi þér um leið;
viltu það?
— Já, ef ég verð ekki sofnuð —
en þú mátt ekki vekja mig.
Framrni í eldhúsinu lieyrist þrusk
og tíst i rottunum.
— Heyrir þú, Kristbjörg! Þær eru
komnar í eldhúsið.
— Jesús minn — og fiskurinn er
í vasknum!
— Honum er þá borgið!
—Þá höfum við ekkert í hádegis-
matinn. Góði flýttu þér fram. —
— Það er tilgangslaust að flýta sér,
rottan hefur nagað sig gegnum vask-
skápinn — allt matarkyns er efalaust
glatað. Það sverfur að hjá mönnurn
og dýrum í þessum bæ, — það er al-
veg óvíst hverjir hungra fyrr, rott-
urnar eða mennirnir.
— Hungra! Þú talar svo kulda-
lega, að ég er hrædd við þetta orð.
— Á meðan það eru orðin tóm,
er ástæðulaust að hræðast, en