Eimreiðin - 01.01.1961, Qupperneq 44
32
EIMREIÐIN
inn mænir gulgrænum glirnunum
á Eirík, sem stendur og gerir sér
hinar herfilegustu hugmyndir um
líðan hans, hungraður og illa hald-
inn. En kisa unir von bráðar hag
sínum. Hún sezt út í horn, snyrtir
sig og malar.
Eiríkur er ánægður yfir þessum
fyrirhafnarlitla sigri sínum. Kisa
hafði svo að segja kornið hlaupandi
upp í hendurnar á honurn, — og
nú hugkvæmdist honum að opna
hurðina á vaskskápnum.
Eiríkur veitir kisu nána athygli.
Ekki líður á löngu þar til kista
sprettur snöggt og hljóðlaust á
fætur og læðist að skápnum. Hún
teygir úr sér, réttir út framlappirn-
ar, opnar klærnar og leggur koll-
húfur. Þá dregur liún sig í kút og
setur upp kryppu og horfir skáhallt
inn í skápinn. Nú heyrist Jtrusk og
tíst niðri með skolprörununr — þá
ókyrrist kisa, leggur ýmist kollhúf-
ur eða sperrir eyrun, en Jægar
þruskið inn í skápnum ágerist,
hendist kisa í einni svipan inn að
dyrunum og hverfur í myrkrið.
Andartak dettur allt í dúnalogn,
svo heyrist urr og grimmdarlegt
hvæs, og kisa kemur lallandi fram
úr skápnum með meðalstóra rottu
í kjaftinum. Hún fer með hana
fram á mitt gólf og sleppir henni
þar. Rottan spriklar og tístir. Kisa
fer aftur á bak frá henni, svo tek-
ur hún undir sig stökk, liremmir
hana með klónum, kastar henni
upp í loft, grípur hana í kjaftinn
og liristir liana livæsandi; kastar
svo kvikindinu frá sér. Rottan ligg-
ur á hliðinni, lafandi í sárum. Hún
spriklar, og kisa ln ingsnýst í kring-
um hana, sperrir eyrun og slær
skottinu til ótt og títt. Svo grípur
hún rottuna í kjaftinn og slengir
henni aftur upp í loftið, sest á aftur-
lappirnar og grípur hana með
framlöppunum, tekur hana svo í
kjaftinn, ldeypur hnakkakert með
lafandi skott til dyranna. Eiríkur
opnar hurðina og kisa sendist nið-
ur stigann og út í port.
Eiríkur er undrandi og snortinn
viðbjóði eftir að liafa liorft á þenn-
an frumstæða sjónleik.
Já, Jrað er ekki víst að kötturinn
þurfi að hungra.
Það er eins og Eiríkur vakni
skyndilega af dvala. Hann gengur
hljótt inn í svefnstofuna, en Jtau
sofa öll og hann nennir ekki að
vekja þau, enda tilgangslaust, liugs-
ar hann.
Hungurstríði næturinnar er lokið
— framundan er dagurinn með sín
óleystu vandamál. Hann heldur á
stað til hafnarinnar í atvinnuleit.
Yfir honum er tómleiki hvers-
dagsins
Niðri í liúsasundinu er kisa að
éta rottuna. Undarleg tilfinning
grípur Eirík — liann langar til
þess að sparka í köttinn.